Ethoríó Galleríó // Ethoríó Eyjólfsson

Ethoríó Galleríó // Ethoríó Eyjólfsson 11.-14. maí 2023

Sýningin „Ethoríó Galleríó“ inniheldur málverk og teikningar í blöndu af Pop-list og Kúbisma. Það er einblínt á fígúratív, íslensk einkenni og menningu, og með húmorinn sem nálgun tekur Ethoríó á ádeilum sem flestir geta tengt sig við. Innblásturinn er sprottinn frá hinum íslenska almenningi og persónulegri reynslu hans af lífinu.

Ethoríó hóf BA nám í myndlist við LHÍ árið 2014 en lauk einu ári þar. Árið 2017 flutti hann til Bretlands þar sem hann hóf nám við Arts University Bournemouth og útskrifaðist þaðan árið 2020 með BA gráðu í myndlist (BA degree in Fine Arts).

Síðan þá hefur hann haldið námskeið og einnig kennt ungum krökkum á höfuðborgarsvæðinu í myndlist. Hann hefur verið virkur listamaður í nær 15 ár. Næstu skref hjá listamanninum er að fara til Svíþjóðar í MA nám í Stokkhólmi.

Ethoríó tekur vel á móti gestum og sérstök sýningaropnun verður 11. maí frá kl: 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir.

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

 

 

Strandgata 19 220 Hafnarfjörður

[email protected]

litlagallery.is


11.-14. maí 2023


CATEGORIES



NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      sprengju-kata

      Tilraunastofa með Sprengju-Kötu, leiðsögn og smiðja

      Tilraunastofa með Sprengju-Kötu, leiðsögn og smiðja

      Laugardag 24. febrúar kl. 14-16.00 í Hafnarhúsi Sprengju-Kata verður með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna um sýninguna ...

      Ravens and other wise creatures

      Ravens and other wise creatures

      There is a vernissage at KIMIK's annual exhibition on 1 April at 15 at Nuuk Art Museum. KIMIK's exhibitions are chara...

      ULLARSELIÐ – WOOL CENTRE

      ULLARSELIÐ – WOOL CENTRE

      Ullarselið is a store set up by individuals interested in the utilisation of wool and other natural Icelandic material. ...

      Sara Vilbergsdóttir

      Sara Vilbergsdóttir

      Sara Vilbergsdóttir stundaði myndlistarnám við Myndlistar og handíðaskóla Íslands og í Statens Kunstakademi í Osló. Hún ...