Höfundakvöld með Monika Fagerholm

Monika Fagerholm (fædd 1961) er einn athyglisverðasti finnsk-sænski rithöfundur samtímans. Henni hefur verið lýst sem frumkvöðli á þróun sænsku tungunar og tímamóta rithöfund sem gefur tóninn í straumum og stefnum bókmennta. Umfram bókmenntir sínar er Fagerholm þekkt sem opinber ræðuhaldari og leiðbeinandi upprennandi rithöfunda. 

Hún steig fyrst fram sem rithöfundur með smásagnasafninu Sham árið 1987. Sjö árum síðar sló hún í gegn með skáldsögunni Underbara kvinnor vid vatten og hefur síðan gefið út fjölda skáldsagna sem vakið hafa athygli. Diva kom út árið 1998 og Den amerikanska flickan árið 2005, en fyrir hana hlaut höfundurinn August-verðlaunin sama ár. Lola uppochner kom út 2012 og 2016 hlaut Fagerholm Norrænu bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar.

Vem dödade bambi? („Hver drap bamba?“, ekki þýdd á íslensku) er sjöunda skáldsaga Moniku Fagerholm. Hún er þéttari að forminu til en fyrri skáldsögur hennar og fjallar um hópnauðgun, framda af ungum mönnum úr að því er virðist vel stæðum fjölskyldum í Villastan, litlu auðugu bæjarfélagi skammt frá Helsingi. Sjálf nauðgunin er ekki meginefni frásagnarinnar, heldur atburðirnir fyrir og eftir hana. Skáldsagan er sem þéttriðið net frásagna, minninga, samtala og menningarbundnum vísunum sem og fjölbreyttu persónugalleríi.

Vem dödade bambi? Hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaþings 2020. Í tilnefningunni er skáldsögu Fagerholms líst sem stílfærðri frásöng um dauðleikann, skrifuð með miklum eldmóð. Á síðasta ári var Fagerholm einnig veitt Tollander verðlaunin og Selma Lagerlöf verðlaunin fyrir skáldsögu hennar og ævistarf. 

Viðburðurinn byrjar kl. 19:30. Umræðum stýrir Sunna Dís Másdóttir, skáld og meðlimur dómnefndar fyrir bókmenntaverðlauna Norðurlandaþings. Streymt verður beint frá viðburðinum. 

Related Articles

  100% Ull

  100% Ull

  19/09/20 - 31/01/21 Um sýninguna Ull er klassískur, náttúrulegur efniviður með óendanlega mögu...

  Fyrir daga farsímans . Böðvar Guðmundsson

  Fyrir daga farsímans . Böðvar Guðmundsson

  Fyrir daga farsímans Böðvar Guðmundsson Furðulegir helgidómar á altari kirkju sem var vígð 1882. Leiðsögumaður þýskra ...

  Auður Ava Ólafsdóttir

  Auður Ava Ólafsdóttir

  Ör Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir Jónas Ebeneser er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður s...

  Bókaútgáfan Sæmundur

  Bókaútgáfan Sæmundur

  Um Bókaútgáfuna Sæmund Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi er hluti af rekstri hlutafélagsins Sunnan 4 ehf sem stofnað va...


Sæmundargata 11 102 Reykjavik

+354 5517030

[email protected]

nordichouse.is


06.05.2021 19:30


CATEGORIES

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland