Salbjörg Rita Jónsdóttir

„Þá fæ ég að vita hvers vegna ég er ég og þú ert þú“

Föstudaginn 16. apríl opnaði Salbjörg Rita Jónsdóttir sína fyrstu einkasýningu „Þá fæ ég að vita hvers vegna ég er ég og þú ert þú“ í sýningarrými Gallery Grásteins, Skólavörðustíg 4. Sýningin stendur til 25. apríl og er opin á sama tíma og Galleryið.

Hugarheimur barna, frumspeki þeirra, sjálfstæð hugsun og tilvera er rauði þráðurinn í sýningunni þar sem vefjast saman tímalausar svarthvítar ljósmyndir sem Salbjörg tók á árunum 2009 – 2017 úr hvunndegi sona sinni við tilvitnanir og stutt samtöl. Frjálsleg framsetning sýningarinnar tekur mið af efnistökunum en ber einnig augljós merki bakgrunns Salbjargar sem grafísks hönnuðar en sýningin er prentuð á ólík efni s.s. auglýsingadúk og lyfseðilspappír, ásamt hefðbundnari ljósmyndavinnslu eins og andstæðri áferð matts ljósmyndapappírs og háglans Chromalux platna.

Salbjörg Rita Jónsdóttir lærði hönnun í Iðnskólanum í Hafnarfirði og margmiðlunarhönnun í Bauhaus listaháskólanum í Weimar og hefur fengist við ýmsa miðla en einbeitir sér að mestu að ljósmyndun og grafískri hönnun.

Sýningatímabil: 16.04 – 25.04.21

Salbjörg Rita Jónsdóttir

www.instagram.com/salbjorg_rita/
www.facebook.com/SalbjorgRitaJonsdottir

RELATED LOCAL SERVICES