Leiðsögn sýningarstjóra: Kjarval og 20. öldin

Kjarval og 20. öldin – þegar nútíminn lagði að
Edda Halldórsdóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Kjarval og 20. öldin: Þegar nútíminn lagði að, á Kjarvalsstöðum Fimmtudaginn langa, 25. janúar kl. 20.00.

Kjarval var fæddur árið 1885 og lést árið 1972. Himinn og haf eru á milli þessara tímapunkta í menningarsögunni og samfélaginu öllu á heimsvísu. Þetta var tími mikilla félagslegra umbreytinga, iðnvæðingar, þéttbýlisþróunar og tækniframfara. Íslenskir listamenn fóru utan til náms og komu heim með nýjar hugmyndir, innblásnir af þeim straumum og stefnum sem þeir kynntust í Evrópu.

Á sýningunni getur að líta myndlistarverk íslenskra listamanna frá um sex áratuga skeiði eftir aldamótin 1900. Verkin spanna það tímabil sem listmálarinn Jóhannes S. Kjarval var starfandi.

Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

RELATED LOCAL SERVICES