Mannverk ehf var stofnað á vordögum árið 2012 og í dag starfa hjá okkur yfir tuttugu framúrskarandi starfsmenn og fjölmargir aðilar í undirverktöku. Við sérhæfum okkur í byggingastjórnun, þróunarverkefnum, stýriverktöku, stjórnun verkefna og hönnunar ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf.
Við leggjum áherslu á faglega stýringu verkefna, gæði og fallega hönnun. Eins leggjum við metnað okkar í að veita persónulega þjónustu við viðskiptavini okkar og samstarf á öllum stigum verkefna.
Skrifstofa Mannverks er að Dugguvogi 2 í Reykjavík. Sími 519-7100.
iframe code