Arkitektastofan OG

Arkitektastofan OG er einkahlutafélag í eigu Garðars Guðnasonar og Sigurðar Gústafssonar. Stofan var stofnuð árið 1967 undir nafninu Arkitektastofan OÖ af Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall og hefur starfað óslitið síðan, en 2006 var nafninu breytt í Arkitektastofan OG.

Markimið Arkitektastofunnar OG eru að stuðla að góðri byggingarlist og bættu umhverfi, og að veita viðskiptavinum bestu faglegu ráðgjöf sem völ er á. Starfsmenn hafa fjölbreyttan bakgrunn, og hafa gott vald á norðurlandamálum, ensku og þýsku. Við leggjum áherslu á að allir starfsmenn séu vel menntaðir og hæfir, og þannig færir um að sinna þörfum viðskiptavina sem best.

RELATED LOCAL SERVICES