Sigurður Árni Sigurðsson

 

Leiðsögn listamanns: ÓraVídd

Sunnudag 14. febrúar kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum

Við endurtökum leiðsögn Sigurðar Árna um sýninguna ÓraVídd á Kjarvalsstöðum, þar sem færri komust að en vildu á síðustu leiðsögn. Sigurður Árni Sigurðsson á að baki áhugaverðan listferil og hefur hann útfært verk sín með fjölbreyttum hætti. Hann hefur alla tíð spunnið stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils. Verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar. Þar kallast á bæði það sem sést með berum augum og einnig það sem við sjáum ekki.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Aðal­steinn Ingólfs­son skrifar um Óra­Vídd yfir­lits­sýningu á verkum Sigurðar Árna Sigurðs­sonar á Kjarvals­stöðum.

Fram eftir ný­liðinni öld deildu menn um ís­lenska mynd­list á for­sendum þjóð­hollustu fremur en fagur­fræði. Inn í þá um­ræðu voru stundum dregnar er­lendar mynd­listar­stefnur, eftir því hvort þær féllu að list­rænum hags­munum Ís­lendinga eður ei. Þá var mynd­listar­leg heims­mynd Ís­lendinga til­tölu­lega fá­breytt; fyrir þeim var listin annað hvort þýsk eða frönsk. Þeim sem annt var um það sem þeir kölluðu „heilindi“ ís­lenskrar mynd­listar, töldu að hún ætti að taka sér til fyrir­myndar þýsku mynd­listina, að því gefnu að hún væri laus við á­hrif frá bol­sé­víkum og Gyðingum. Ís­lendingar væru jú þjóð af sama germanska meiði og Þjóð­verjar. Sjálfir gerðu Þjóð­verjar og Frakkar greinar­mun á mynd­list þjóðanna, eins og hún birtist á tuttugustu öldinni. Að þeirra mati snerist þýsk mynd­list fyrst og fremst um tjáningu sjálfsins, en frönsk mynd­list var at­hugun á tjáningu sjálfsins. Á þessu er um­tals­verður munur.Sjá meira hér

Sjá fleiri greinar um íslenska myndlistamenn klikka hér

Kjarvalsstöðum 101 Reykjavík


14. febrúar 2021 kl. 14.00


CATEGORIES




iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles

      Þórbergssetur

      Þórbergssetur

      The Þórbergur Centre was established in memory of the famous Icelandic writer Þórbergur Þórðarsson (1888 – 1974), who wa...

      Norrænt tónlistarkvöld með Tue West og GDRN

      Norrænt tónlistarkvöld með Tue West og GDRN

      Norrænt tónlistarkvöld með Tue West og GDRN Danski  söngvarinn og lagahöfundurinn Tue West og hæfileikabúntið GDRN st...

      Gunnlaugur P. Blöndal listmálari

      Gunnlaugur P. Blöndal listmálari

      Vala Ásgeirsdóttir forsætisráðherrafrú í stuttu spjalli við Vikuna Mynd sem Gunnlaugur Blöndal málaði af Völu 18 ára ...
      Verk af sýningunni Heildin er alltaf minni en hlutar hennar

      Sýningaropnun: Heildin er alltaf minni en hlutar hennar

      Sýningaropnun: Heildin er alltaf minni en hlutar hennar

      Sýningaropnun í D-sal − Páll Haukur Björnsson: Heildin er alltaf minni en hlutar hennar Fimmtudag 25. janúar kl. 17....