Magnús Jónsson 1887 – 1958

Magnús Jónsson fæddist að Hvammi í Norðurárdal 26. nóvember 1887.

Hann fluttist barnungur með foreldrum sínum norður til Skagafjarðar og ólst þar upp á Mælifelli og síðar á Ríp. Ungur var hann settur til mennta, lauk stúdentsprófi 1907 og guðfræðiprófi við prestaskólann 1911. Árið 1917 var hann skipaður dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands, varð prófessor í guðfræðideild 1928, var atvinnumálaráðherra um átta mánaða skeið á árinu 1942, en gegndi síðan kennslustörfum við guðfræðideildina á ný til ársins 1947, er hann var skipaður formaður fjárhagsráðs, sem þá var sett á stofn. Síðustu ár ævinnar fékkst hann við ritstörf og sinnti öðrum hugðarefnum sínum.

Magnús var sjálflærður listamaður og ötull málari. Hann sýndi verk sín á allmörgum sýningum, fyrst árið 1921 hjá Listvinafélagi Íslands og svo síðar á sýningu Bandalags íslenskra listamanna 1941 og Reykjavíkursýningunni 1950. Einkasýningar hélt hann meðal annars í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1954 og 1958.

Related Articles

  Aleksandra Babik – Sandra

  Aleksandra Babik – Sandra

  Sandra kom til Íslands árið 1999 til að læra olíumálun við Listaháskóla Íslands en ákvað að ljúka fyrst við mastersgráðu...

  Nína Tryggvadóttir

  Nína Tryggvadóttir

  Þrjú litrík steinglersverk eftir Nínu Tryggvadóttur eru í röð niður eftir þeirri hlið Þjóðminjasafnins sem að Hringbraut...

  Atli Már

  Atli Már

  Atli Már Árnason fæddist í Reykjavík 17. janúar 1918. Foreldrar hans voru Árni Óla rithöfundur og blaðamaður á Morgunb...

  Halldór Pétursson (1916-1977)

  Halldór Pétursson (1916-1977)

  Sýningatími: 12.9.2020 - 17.1.2021, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu Einn helsti teiknari á Íslandi á seinn...Magnús Jónsson 1887 - 1958


CATEGORIESiframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland