Síðasta sýningarhelgin í Myndasal Helgin 12. – 14. janúar er síðasta sýningarhelgin á ljósmyndasýningu Guðmundar Ingólfssonar í Þjóðminjasafni Íslands. Guðmundur Ingólfsson Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967–2017. Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni – af sjoppum og af mannlífi – birtast breytingar sem sýna þróun byggðar. Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmyndaferil Guðmundar Ingólfssonar.
Þjóðminjasafn Íslands. Myndasalur, Suðurgata 41 101 Reykjavík
530 2200
12-14 janúar 2018