Listasafn Íslands á Safnanótt 2023

Listasafn Íslands á Safnanótt 2023

Á Safnanótt þann 3. febrúar býðst gestum Vetrarhátíðar að heimsækja safnhús Listasafns Íslands. Sýningaropnanir í tveimur safnhúsum ásamt fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Ókeypis aðgangur í tilefni kvöldsins.
Opnunartími frá kl. 10 – 23.

Listasafn Íslands á Safnanótt 2023
Á Safnanótt býðst gestum Vetrarhátíðar að heimsækja safnhús Listasafns Íslands. Sýningaropnanir í tveimur safnhúsum ásamt fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Ókeypis aðgangur í tilefni kvöldsins.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Dagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu:
17:00 — 18:00
Opnun sýningarinnar Viðnám í Safnahúsinu – samspil myndlistar og vísinda.
Sýningin er á fjórum hæðum þar sem skemmtileg gagnvirkni og listasmiðjur leynast í hverjum krók og kima. Komið og upplifið fjölskyldusýninguna Viðnám.
17:00 — 23:00
Ratleikur um sýninguna í Safnahúsinu
Í leiknum ferðumst við um allar hæðir hússins og leysum þrautir sem tengjast listaverkum sýningarinnar. Skemmtilegur fjölskylduleikur!
18:00 — 20:30
Listasmiðjur
Híbýli dýra Í smiðjunni skapa þátttakendur híbýli fyrir þau dýr sem er að finna á sýningunni með áherslu á endurnýttan efnivið. Gestum gefst einnig kostur á að búa til bókverk sem fylgir híbýlunum.
Raddir okkar allra skipta máli!
Listasmiðja þar sem gestum býðst til að útbúa sitt eigið barmerki þar sem lögð verður áhersla á að vinna með málefni náttúrunnar á skapandi hátt.
17:00 — 23:00
Opin verkstæði
Stop motion skuggaleikhús!
Nýtið ykkar eigin snjalltæki og búið til stop motion með skuggabrúðum sem þið skapið undir áhrifum sýningarinnar.
Gáðu til veðurs!
Lærðu um ólíkt skýjafar og skapaðu þitt eigið himinhvolf með hjálp tölvutækninnar.
Íshellir
Upplifðu undur íshella í tengslum við fróðleik frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn.
Bylgjur sólaljóssins
Baðaðu þig í RGB ljósi, upplifðu marglita skuggana og leiktu þér með ljósbrot prismaglers.
Klippimyndir fyrir börn á öllum aldri!
Breytumst í ofurhetjur náttúrunnar og sköpum klippimynd úr fallegum landslagsljósmyndum. Veltum fyrir okkur hvernig hægt er að gera jörðina að betri stað til að lifa á, í sátt við náttúruna.
Hljóð og mynd
Paraðu saman myndir af íslenskum fuglum og söngröddum þeirra í skemmtilegum tölvuleik. Reyndu að skora fullt hús stiga!
Í spor formæðra
Undir áhrifum málverks Kristínar Jónssdóttur gefst þér tækifæri til að prófa að bera þvottaböggul frá Lækjartorgi að þvottalaugunum í Laugardal.
Baráttan við báruna
Taktu á árunum og hugleiddu átökin sem sjómenn fyrri alda upplifðu þegar þeir drógu björg í bú.
Hreinsum plast úr hafinu
Af mannavöldum er of mikið rusl í hafinu, leggðu þitt af mörkum og hreinsaðu hafið.
Útsaumur og spíralar
Saumum út undir áhrifum óreiðukenningarinnar og veltum fyrir okkur hringrásum náttúrunnar með spíralateikningum.
Bylgja bylgja bylgja….
Upplifðu með eigin líkama og rödd hvernig listamenn hafa skapað verk undir áhrifum eðlisfræðinnar.
Skoraðu vin á hólm!
Reyndu að komast eftir fjallgarðinum án þess að mynda viðnám.
20:30 — 21:00
Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins Jón Jónsson spilar fyrir gesti Safnanætur í Lessal Safnahússins til þess að fagna opnun sýningarinnar Viðnám.
Dagskrá á Fríkirkjuvegi 7:
19:00-21:00
Opnun sýningarinnar Gangurinn gallerí í 40 ár
19:00-20:00
Tónskáldið Sævar Jóhannsson ásamt strengjatríói flytja tónlistaratriði
Gangurinn gallerí í 40 ár
Gallerí Gangur er listamannarekið sýningarrými sem stofnað var af myndlistarmanninum Helga Þorgils Friðjónssyni árið 1979 og hefur alla tíð verið rekið á heimili hans. Árið 2020 var haldið upp á 40 ára afmæli Gangsins með sýningu á verkum þeirra erlendu listamanna sem hafa átt verk á sýningum Gangsins í gegnum tíðina. Að afmælisárinu loknu gáfu hjónin Helgi Þorgils Friðjónsson og Rakel Halldórsdóttir verkin sem voru á sýningunni til Listasafns Íslands, samtals 117 listaverk eftir 84 listamenn frá 22 löndum sem Listasafn Íslands efnir nú til sýningar á. Þessi höfðinglega gjöf er mikilvæg viðbót við listaverkasafnið og þýðingarmikil heimild um framlag Gangsins til listalífsins hér á landi undanfarna fjóra áratugi.
Öll hjartanlega velkomin!

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Auður Rafnsdóttir

   Auður Rafnsdóttir

   Auður Rafnsdóttir  myndlistakona  1957- Auður Rafnsdóttir segir lítið mál að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum. Nú ...

   Hrekkjavaka í Ásmundarsafni

   Hrekkjavaka í Ásmundarsafni

   Ásmundarsafn 31. október kl. 17:30-19:30 Hvað er eiginlega á seyði í Ásmundarsafni eftir lokun? Starfsfólk Ásmundar...

   Harpa – The King’s Singers og Sinfónían

   Harpa – The King’s Singers og Sinfónían

   Harpa The King's Singers og Sinfóníuhljómsveit Íslands 29. & 30. nóvember kl. 19:30 Breski sextettinn The King's ...

   Jón Axel Björnsson

   Jón Axel Björnsson

   Jón Axel er fæddur 2 febrúar 1956 í Reykjavík. Nám: Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1975-1979. Jón er starfandi mynd...