Þaktak

Þaktak ehf. var stofnað árið 2000 af Páli Karlssyni og Huldu Hrefnu Marteinsdóttur.

Reynsla af þakpappalögnum hefur þó fylgt fyrirtækinu síðan árið 1980 þegar Páll byrjaði að vinna sem sumarstarfsmaður hjá Karli B. Sigurðssyni og Guðjóni Helgasyni og síðar í fullu starfi 1988. Páll rak Þakpappaþjónustuna með Karli föður sínum frá 1988 og til ársins 2000.

Við stofnun Þaktaks voru 4 starfsmenn í fullu starfi en nú er starfsmenn um 18. Þaktak flytur sjálft inn öll sín þakefni og hefur gert frá upphafi og notar fyrirtækið í dag þakdúka frá IKO B.V. (áður ATAB B.V.). Þaktak hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun fyrirtækisins og er í dag eitt af stærstu þakverktakafyrirtækjum landsins.

RELATED LOCAL SERVICES