Á mánaðarlegum Open Mic kvöldunum á Húrra er hverjum sem er boðið að koma og gera hvað sem er. Sviðið er laust. Hvort sem þú vilt syngja frumsamið lag, flytja ljóð, framkvæma gjörning, segja sögu eða fara með uppistand þá er allt opið og allt í boði. Skráningar fara fram á [email protected] eða á Húrra á kvöldunum sjálfum.