Rut Káradóttir

Rut Káradóttir lærði innanhússarkitektúr í Istituto Europeo di Design í Róm og útskrifaðist þaðan árið 1993. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem innanhússarkitekt á Ítalíu og Íslandi og sinnt smáum sem stórum verkefnum á því sviði bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Helstu einkenni hönnunar Rutar Káradóttur eru einföld og stílhrein form þar sem vönduð efni og lýsing hjálpa til við að skapa sígilt en um leið hlýlegt yfirbragð.

„Markmið mitt er jafnan að hönnunin sé eins tímalaus og hægt er. Mestu máli skiptir að teikna upp gott skipulag húsnæðisins strax í upphafi og búa því næst til góðan grunn með vönduðum innréttingu, gólfefnum og lýsingu.“

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0