Safn í safni

Föstudaginn 24. júní kl. 17 opnar sýningin Safn Rósu Gísladóttur í Listasafni Einars Jónssonar (LEJ) sem jafnframt er 99 ára afmælisdagur safnsins.LEJ er fyrsta listasafn landsins sem opnað var almenningi í eigin húsnæði. Það byggir á gjöf Einars Jónssonar (1874-1954) til Íslensku þjóðarinnar en gjöfinni fylgdi kvöð um að reisa einkasafn yfir verk hans. Á sýningunni tekst Rósa Gísladóttir (f. 1957) á við hugmyndina um hið karllæga einkasafn í opinberu rými og býr til sitt eigið safn með tilvísunum í arkitektúr og tilurð LEJ. Öll verkin á sýningunni eru ný. Rósa sækir innblástur í verk Einars en hugmyndafræðin er einnig sótt í smiðju samtímamanns hans, úkraínska framúrstefnulistamannsins Kazimírs Malevitsj (1879–1935). Á þriðja áratug 20. aldar gerði Malevitsj skúlptúra sem hann kallaði „arkitekton“, abstrakt líkön sem minna á byggingar.

Listasafn Einars Jónssonar er opið 12-17 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 25. september.

Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Rósa Gísladóttir 864 0407

Nánari upplýsingar um safnið veitir AlmaDís Kristinsdóttir, safnstjóri 692 5869

Hallgrímstorgi 3, 101 Reykjavík

RELATED LOCAL SERVICES