völundarhús bjálkahús

Völundarhús

Völundarhús var stofnað 20. júní 2006 af Ástþóri Bjarna Sigurðssyni og Jóhanni Þór Helgasyni.

Aðal starfsemi Völundarhúsa er innflutningur á bjálkahúsum, ásamt sölu á öðrum tengdum vörum sem snúa að garðinum og frístundahúsum.

Bjálkahúsin flytjum við inn ósamsett en efnið er allt tilsagað eftir málum og heflað. Efnið í húsunum er sérvalin hægvaxta fura og bjálkinn er frá 28mm í allt að 275mm með tvöfaldri nót. Við hjá Völundarhúsum höfum hannað húsin okkar síðan 2006 þannig að þau henti sem allra best fyrir íslenskar aðstæður og þá ekki síst íslenska risjótta veðurfarinu okkar. Það mæðir mikið á hurðum og gluggum í húsunum og þess vegna eru gluggar og hurðir sérframleitt fyrir okkar íslenska markað.

Völundarhús býður upp á fjölmargar gerðir af stöðluðum garðhúsum, gestahúsum og sumarhúsum ásamt því að bjóða viðskiptavinum okkar að koma með eigin teikningar og við gerum þeim tilboð í draumahúsið. Völundarhús býður einnig upp á breytingar á innra og ytra skipulagi á stöðluðum teikningum fyrirtækisins.

Aðalsmerki Völundarhúsa eru gæðavörur sem henta fyrir íslenskar aðstæður og standast tímans tönn.

nu.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0