Sjómannajól

Sjómannajól

Þeir þurfa, eins og nær allir landsmenn, að fá frí um jól og áramót, sjómennirnir okkar. Það er ótvírætt merki um að jólin séu að nálgast þegar hafnir landsins fyllast af fiskiskipum sem eru annars á veiðum hringinn í kringum Ísland allt árið, nema yfir hátíðirnar. Hér raða togarar útgerðarfélagsins Brims, því stærsta á landinu, sér í röð í Reykjavíkurhöfn. Fremstur er Akurey AK10, 52 metra langt, nýlegt skip Brims, smíðað í Tyrklandi. Í síðustu veiðiferðinni kom Akurey AK10 með að landi 124.488 kg af þorski, 27.020 kg af gullkarfa og 6.864 kg af ufsa. Árskvótinn sem skipið hefur af þorski er 3.356.190 kg, og 3.061.578 kg af ufsa. 

Sólin nær rétt að kyssa bátana í Reykjavíkurhöfn. Til vinstri liggja fimm togarar Brims við bryggju, til hægri hvalaskoðunarbáturinn Sailor frá Akranesi.

Reykjavík 23/12/2021  13:16 – A7R III : FE 1.4/24mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson