Skáldastaðurinn Hraun

Skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson er án efa eitt af okkar allra ástsælustu skáldum. Hann var fæddur á Hrauni í Öxnadal 1807 og dó af blóðeitrun í Kaupmannahöfn aðeins 38 ára gamall árið 1845. Hann er annar tveggja íslendinga sem hvíla í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Yfir bænum er Hraundragi, 1075m / 3527 ft hár tindur, sem var sagður bæði ókleyfur og á toppnum væri kista full af gulli. Hún fannst ekki þegar þrír fjallgöngumenn sigruðu tindinn fyrstir manna, þann 5 ágúst 1956. Menningarfélagið Hraun í Öxnadal á nú jörðina, er þar bæði fræðasetur um Jónas, auk íbúðar fyrir skáld og fræðimenn til afnota.

Fæðingarstaður Jónas Hallgrímssonar, Hraun í Öxnadal, Eyjafjarðarsýslu, liggur við Hringveg 1, vestan Akureyrar.

Öxnadalur  01/11/2021 10:02 – A7R III : FE 1.2/50mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson