Nonni, lengst til hægri á leið í Viðey árið 1930. En ríkisstjórn Íslands bauð honum á Alþingishátíðina

Skáldið Nonni 

Einn þekktasti og ástsælasti rithöfundur íslendinga á fyrri hluta síðustu aldar var Jón Sveinsson – Nonni. Hann skrifaði 12 Nonnabækur, á þýsku, sú fyrsta Erlebnisse eines jungen Isländers von ihm selbst erzählt  kom út 1913  og í íslenskri þýðingu sem, Nonni : brot úr æskusögu Íslendings : eigin frásögn árið 1922. Bækurnar fjalla um ýmis ævintýri sem hann Nonni og bróðir hans Manni lenda í norður á Akureyri, og í nærliggjandi sveitum við Eyjafjörð. En Jón Sveinsson var fæddur í Hörgárdal, 1857, og flyst í Pálshús á Akureyri árið 1865. Á aldarafmæli Nonna árið 1957 var opnað safn í húsinu, og nefnist húsið nú Nonnahús. Nonnabækurnar hafa verið þýddar á tæplega 40 tungumál, og gefnar út í milljónum eintaka. 

Jón Sveinsson er kostnaður til náms af frönskum aðalsmanni, og heldur til Danmerkur og Frakklands árið 1870, og kemur aðeins heim til Íslands tvisvar það sem eftir er ævinnar, en hann lést loftárás á Köln í Þýskalandi árið 1944. Jón Sveinsson – Nonni var lang þekktasti íslendingurinn erlendis á fyrri hluta tuttugustualdar. 

Nonnahús er fallega staðsett í innbænum á Akureyri, dökka húsið lengst til vinstri
Eldhúsið í Nonnahúsi
Svefnloftið í Nonnahúsi
Nonni í Japan, árið 1936

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
20/02/2023 : RX!R II, A7C : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0