Skipulagsmálin í brennidepli

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg heldur utan um allar fasteignir, lönd og lóðir borgarinnar. Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri, segir að auk þessara verkefna þá sé það í verkahring starfsfólks skrifstofunnar að sjá til þess að aðalskipulag borgarinnar komist til framkvæmda. Það sé gert í samræmi við ákvarðanir borgaryfirvalda og atvinnustefnu borgarinnar, sem ber yfirskriftina „Skapandi borg“. Í þessum efnum séu skipulagsmálin í brennidepli.

oli orn Eiriksson_4Reykjavíkurborg á um 350 fasteignir, samtals um 500 þúsund fermetra að stærð. Segir Óli Örn Eiríksson að borgin sé einn stærsti fasteignasjóður landsins, en meðal fasteigna séu til að mynda allir skólar borgarinnar, borgarleikhúsið, ráðhúsið og fjölmargar aðrar eignir. Skrifstofan sjái um að halda þessum eignum við og tryggja gæði þeirra. Þetta sé annað af megin verkefnum skrifstofunnar, það sem snýr að eignunum. Hitt megin verkefnið, atvinnuþróunin, snúi hins vegar að skipulags- og atvinnumálum almennt.

„Það er hlutverk skrifstofunnar að koma aðalskipulagi borgarinnar í framkvæmd, að láta það rætast. Aðalskipulagið verður til hjá skipulagssviði borgarinnar, en við á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar erum eins konar hvati til að það verði að veruleika. Og þar kemur atvinnustefna borgarinnar einnig til. Við greinum atvinnulífið, vöktum það, til að geta stuðlað að því að auka breiddina í því eins og frekast er unnt. Markmiðið er skapandi borg í samræmi við heiti atvinnustefnunnar. Við reynum að gera það sem þarf til að hér sé góður jarðvegur fyrir fyrirtæki til að vaxa og dafna í borginni. Við höfum verið að vinna að ýmsum mismunandi verkefnum þessu tengdu. Til að mynda að laða gagnaver til landsins, en í því sambandi er verið að byggja upp lóðir á Esjumelum. Við erum einnig að kanna þann möguleika að fá fleiri líftæknifyrirtæki hingað. Að því verkefni vinnum við með Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Landspítalanum, með það fyrir augum að kynna Vatnsmýrina til uppbyggingar fyrir líftæknifyrirtæki. Svo eru fjömörg önnur verkefni í vinnslu þar sem markmiðið er það sama, að stuðla að skapandi borg.“

laugavegur-skipulagssamkeppFerðamannaborgin Reykjavík
Óli Örn segir að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar eyði ekki miklum fjárhæðum í að auglýsa borgina upp sem heppilega fyrir atvinnuþróun gagnvart erlendum aðilum. Frekar sé lagt upp úr því að gagnlegar upplýsingar séu til staðar þegar erlendir aðilar koma hingað eða leita eftir upplýsingum. Þess vegna verði skrifstofan að fylgjast vel með því  sem er að gerast í atvinnulífinu, þar á meðal sé það töluvert verk að vakta ferðaþjónustuna. Segir hann að í raun sé fátt vitað um hvað sé að gerast í þeim efnum, þó ýmsar spár hafi komið fram. Það eina sem í raun sé vitað, sé að mikill vöxtur hafi átt sér stað á umliðnum fimm árum. Hvort vöxturinn verði 7% eða 8%, eða einhver önnnur prósentutala á komandi sárum, sé ekkert hægt að segja til um.

„Aðkoma okkar að ferðamálunum snýr aðalallega að því hvar hótel eigi að vera í borginni og hvar þurfi að byggja þau upp. Sú stefna hefur verið mörkuð að fleiri hótel verði ekki heimiluð í gömlu miðborginni, kvosinni, nema í Landssímahúsinu og í Íslandsbankahúsinu við Lækjargötu. Að öðru leyti er skilgreint að kvosin sé fullnýtt hvað hótel varðar. Næst verður væntanlega settur kvóti upp með Laugaveginum. Þróunin verður hins vegar þar fyrir ofan, í Borgartúni, Múlanum, Skeifunni, sem er þróunarás í aðalskipulagi borgarinnar.“

Reykjavík er ferðamannaborg og segir Óli Örn að verið sé að endurvinna ferðamannastefnu borgarinnar og að reyndar sé verið að búa til algjörlega nýja stefnu í þeim efnum fyrir miðborgina. Borgaryfirvöld vilji ekki stjórnlausan vöxt. Lykilatriðið sé jafnvægi. Ferðaþjónustan eigi að vera á forsendum borgarinnar en ekki að borgin fari að breytast á forsendum ferðamanna. Slíkt gæti leitt til þess að borgarbúar verði gestir í eigin borg. Enginn vilji sé til þess.

odinstorg-tillagaHúsnæðisstefnan stærsta verkefnið
Ferðaþjónustan hefur áhrif á skipulagsmál borgarinnar. Það á eðlilega einnig við um fasteignamarkaðinn, en húsnæðisstefna borgarinnar er í raun stærsta verkefni skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

Að sögn Óla Arnar er sérstaklega skortur á leiguhúsnæði í Reykjavík. „Stefnt er að því að stórauka fjölda leiguíubúða í borginni. Í aðalskipulaginu er talað um að í hverju hverfi eigi 25% íbúða að vera leiguíbúðir. Þetta verkefni hefur verið nálgast þannig, að búið er að finna sérstaka þróunarreiti víða  um borgina, þar sem unnið er að því með eigendum þessara reita að auka magn húsnæðis. Um leið og það eykst þá er borgin að eignast rétt til að byggja en borgin ætlar hins vegar ekki að byggja mikið af þessu sjálf, heldur er auglýst eftir samstarfsaðilum til að byggja húsnæðið. Í fyrstu lotu var úthlutað lóðum til Búseta, Félagsstofnunar stúdenta og byggingafélags aldraðra. Önnur lota er svo að hefjast á Kirkjusandi og í Vesturbugt. Þar verður auglýst eftir aðilum sem vilja reka fasteignafélög, sem samræmast ákveðnum forsendum sem lagt er upp með. Með þessum hætti er verið að hvetja atvinnulífið áfram, en það er nýtt hér á landi, að það eru komnir fram einkaaðilar, leigufélög, sem eru byrjuð að byggja leiguíbúðir fyrir langtímaleigu. Þess ber að geta að eitt af markmiðunum er að auka framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir sem flesta. Annað skrefið í þessu verkefni er svo að Félagsbústaðir byggi meira.“

Óli Örn segir að um 700 íbúðir séu nú í byggingu við Hverfisgötuna og um 600 í kringum Hlemm. Þá séu fyrirhugaðir stórir þéttingareitir í Vogabyggð, á Ártúnshöfða og á Hlíðarenda. Unnið sé að því að koma þessum svæðum af stað. Jafnframt sé fyrirhugað að breyta Múlunum og Skeifunni.

Reykjavík / Reykjavik from airLest raunhæfur valkostur
Um helmingur af byggðu umhverfi í borginni eru götur og bílastæði. Segir Óli Örn að með því að byggja meira í miðkjörnum, þá geti fleiri nýtt göturnar, og þannig sé hlutfallslega hægt að fækka bílum á götunum og nýta þær því betur, þar sem fleiri eru þá á sömu leið í sömu átt á sama tíma. Þetta sé hægt með því að gera borgina að fjölkjarna höfuðborg í stað einkjarna borgar. Lykillinn að því sé að þétta byggðina sem er í kringum ásinn sem gengur í gegnum borgina. Slíkt fyrirkomulag segir hann að geti boðið upp á þann raunhæga kost að vera með lestarkerfi í borginni. Útkoman af því gæti verið hagkvæm fyrir borgina sem slíka og jafnframt fyrir borgarbúa.

„Þess vegna er einmitt verið að kanna þann möguleika að koma upp léttlestarkerfi  á höguðborgarsvæðinu. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, eru að vinna nýtt svæðisskipulag fyrir svæðið í heild, þar sem meðal annars er velt upp sviðsmyndum í samgöngumálum sem gera ráð fyrir lestarkerfi. Að byggja upp í úthverfum myndi kalla á gríðarlegar fjárfestingar í stofnæðum samgöngukerfisins, svo sem í mislægum gatnamótum og fleiru. Þétting byggðar og hugsanlegt lestarkerfi er hins vegar allt annar valkostur, sem full ástæða er til að skoða vel,“ segir Óli Örn Eiríksson að lokum.