Myndin er tekin árið 1877 úr Skólavörðunni, sem var hlaðinn útsýnisturn á Skólavörðuholti,en var síðan rifinn. Á  þessari gömlu mynd er horft niður Skólavörðustíg og í baksýn eru eyjarnar Hólmur, Akurey og Örfirisey og Örfiriseyjagrandi, áður enn Reykjavíkurhöfn er byggð. Þá sérst líka hollenska vindmyllan, sem stóð í Bankastræti nálægt neðra enda Skólavörðustígs.

Skólavörðustigur

Skólavörðuholt

Skólavörðuholt (stundum nefnt Holtið af íbúum þess; hét áður Arnarhólsholt) er hæð austan við Tjörnina í Reykjavík og er hæsti punktur í miðbæ Reykjavíkur. Efst á Skólavörðuholti er Hallgrímskirkja, helsta kennileiti borgarinnar, og fyrir framan hana er stytta af Leifi Eiríkssyni sem Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum í tilefni af Alþingishátíðinni 1930. Skólavörðustígur liggur til austurs upp á holtið frá mótum Bankastrætis og Laugarvegar.

Skólavörðuholt hét upphaflega Arnarhólsholt þar sem það er fyrir ofan Arnarhól og var stórgrýttur melur með jökulurð og gott berjaland áður en þar var byggt. Vesturhlíð hæðarinnar er kölluð Þingholt eftir bæ sem þar stóð áður fyrr. Núverandi nafn sitt fékk holtið eftir að Skólavarðan var reist þar árið 1793 en hana reistu skólapiltar úr Hólavallarskóla.

Örfirisey
Örfirisey (einnig þekkt sem Örfirsey og áður Örfærisey, Öffursey, Örfursey og Effirsey) er fyrrverandi örfirisey við Kollafjörð sem nú hefur verið tengd með landfyllingu við meginland Reykjavíkur. Svæðið telst til Vesturbæjarins. Áður fyrr var í Örfirisey aðsetur kaupmanna. Færeyska ættarnafnið Effersöe er dregið af nafni Örfiriseyjar. Norðvesturhorn eyjarinnar/nessins heitir Reykjanes.

Fyrr á tímum var ræktað korn og veiddur selur í Örfirisey. Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1379 er kveðið á um að Jónskirkja í Vík eigi landsælding (eitt sáld, þ.e. um 100 kg útsæðiskorns) og selalátur í Örfirisey.

Örfirisey var kölluð Effersey áður fyrr. Þar var sjálfstæð bújörð frá um 1500 til 1861 þegar byggð lagðist þar af. Kaupmannsbúðirnar á Grandahólma norðan við eyjuna voru fluttar þangað á 17. öld. Þær voru svo fluttar til Reykjavíkur 1780. Árið 1835 varð Örfirisey hluti af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og 1906 eignaðist borgin eyjuna. Hafnargarður var reistur á grandanum út í eyna við þegar Reykjavíkurhöfn var byggð.

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0