Örfirisey

orfisey iceland icelandictimesÖrfirisey (einnig þekkt sem Örfirsey og áður Örfærisey, Öffursey, Örfursey og Effirsey) er fyrrverandi örfirisey við Kollafjörð sem nú hefur verið tengd með landfyllingu við meginland Reykjavíkur. Áður fyrr var í Örfirisey aðsetur kaupmanna. Færeyska ættarnafnið Effersöe er dregið af nafni Örfiriseyjar. Norðvesturhorn eyjarinnar/nessins heitir Reykjanes.

orfisey iceland reykjavikFyrr á tímum var ræktað korn og veiddur selur í Örfirisey. Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1379 er kveðið á um að Jónskirkja í Vík eigi landsælding (eitt sáld, þ.e. um 100 kg útsæðiskorns) og selalátur í Örfirisey.