Skreið til Afríku

Frá landnámi, í meira en þúsund ár og fram á síðustu öld var skreið / þurrkaðar fiskafurðir helsta útflutningsvara Íslendinga. En í dag er útflutningur á skreið mikill, Nígería er 12. stærsta viðskiptaland Íslendinga með sjávarafurðir, en þangað fer nær öll skreið. Á síðasta ári keyptu Nígeríumenn skreið fyrir um 10 milljarða ISK. Í dag er skreiðin bæði þurrkuð upp á gamla mátan úti í  hjöllum, en einnig er notaður jarðvarmi innanhús til að þurrka fiskinn hraðar. Skreiðin til Nígeríu er nær eingöngu ýsa og þorskur, og þykja hausarnir bestir. Egyptar kaupa aftur á móti þurrkaðan makríl. Nígeríumönnum er spáð mikilli velgengni í Afríkukeppninni í knattspyrnu sem fer fram núna í Kamerún. Þeir unnu einmitt Egypta í sínum fyrsta leik 1-0. Það er spurning hvort sigurinn sé ekki íslensku skeiðinni að þakka. 

Það eru mikil verðmæti á allri þessari skreið sem er hér í þurrkun.

Mest er það þorskur og ýsa sem er þurrkuð fyrir skreiðina sem fer til Vestur-Afríku, en lang stærsta viðskiptalandið þar er Nígería.

Hausarnir þykja bestir, og eru þeir notaðir í kjarnmiklar próteinríkar fiskisúpur.

Það tekur þrjá til fjóra mánuði að þurrka hausana utanhús. Stjórnast af raka, hita og vindi á þurrkunartímanum.

Reykjanes 12/01/2022  10:47 – 12:07 A7R III & A7C: FE 2.8/100mm GM – FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson