Á horni Geirsgötu og Tryggvagötu, við suðurenda Reykjavíkurhafnar í miðbæ Reykjavíkur er skemmtilegt minnismerki eða listaverk, Skrúfuhringur. En frá götuhorninu má sjá Slippinn, sem hefur verið við Reykjavíkurhöfn síðan 1902. Þessi fallegi skrúfuhringur var smíðaður af Stálsmiðjunni, en þessir hringir verja skipsskrúfuna fyrir hnjaski. Þessi gatnamót eru mjög fjölfarin, sérstaklega af gangandi ferðamönnum á leið úr miðbænum og út á Granda, þar sem fjöldi safna er. Sumir eiga bara leið niður á höfn til að borða, en fjöldi veitingastaða er á svæðinu. En aðrir fara til að skoða skipin eða fara í hvalaskoðunar eða norðurljósaferðir frá hjarta Reykjavíkur, Reykjavíkurhöfn.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
27/02/2023 : A7RIII : FE 1.4/85mm GM