Kalli að fara koma fyrir stól fyrir frúnna, við hliðana á skipstjórastólnum.

Smábátahöfnin í Þorpinu

Í Sandgerðisbót sem er í Glerárþorpi, Þorpinu á Akureyri er ein af fallegri smábátahöfnum landsins. Á sumrin iðar höfnin af lífi, á veturna er rólegra, en þó eru margir sem koma þarna við daglega, til að ditta að bátunum, gera klárt fyrir sumarið eða bara mæta til að spjalla um lífsins gagn og nauðsynjar. En Akureyri, stærsti bær landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, með um 20 þúsund íbúa, er mikill útgerðarbær. Samherji eitt stærsta útgerðarfélag landsins er með höfuðstöðvar í bænum, fyrirtæki sem er með rúmlega 500 starfsmenn í vinnu.

Horft yfir Sandgerðisbót
Það eru ekki bara bátar við höfnina, þessi fallegi jeppi úr Barðastrandarsýslu stóð þarna í morgun og beið eftir að vera tekin á rúntinn

 

Þeir liggja þétt bátarnir í smábátahöfninni
Þessir bíða eftir vorinu að fara á skak í Eyjafirði

 

Akureyri 25/03/2022 09:39 – 10:57 : A7C – A7R IV  : FE 1.4/24mm GM – FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0