Áfram Ísland í Austurstræti

Snjóland

Það kyngdi niður snjó í höfuðborginni, fallegum snjó, í logni og hitastigi um frostmark. Það verður framhald með snjókomu út vikuna í Reykjavík og vestur á Vestfirði. Bjartarar austanlands, og rigning, súld á suðausturhorninu. Í Grindavík, þar sem hugur okkar allra núna, verður skaplegt veður til að bjarga verðmætum úr fyrirtækjum og á heimilum. Hér koma myndir úr miðborginni, þegar kyngdi niður snjó. Ferðafólk og íbúar nutu heldur betur snjókomunar sem helltist yfir höfuðborgina um miðjan dag. Það getum við vottað, því Icelandic Times / Land & Saga fylgdist auðvitað með. 

Mamma það er allt í lagi, við Bergþórugötuna
Heitur matur verður kaldur matur… á Frakkastíg
Sjálfa við Leif Heppna móti Hallgrímskirkju
Við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg
Smile, eða SÍS, neðst á Skólavörðustíg
Gaman, sjálfa á Skólavörðuholtinu
Reykjavík 23/01/2024 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0