Sól & kuldi

Sól & kuldi

Síðastliðin desember mánuður hefur verið sólríkari en nokkru sinni fyrr, síðan mælingar hófust í Reykjavík. Það mældust 51 sólarstund í höfuðborginni. Sem er öllu minna en 338 sólarstundir sem hafa mælst mest í júnímánuði, en þá er jú bjart, nær allan sólahringinn. Að öllu jöfnu er maí mánuður sá sólríkasti á suðvesturhorninu, með að meðaltali 335 sólskinsstundir. En desember var ekki bara bjartur, hann var líka ansi kaldur, sá kaldasti síðan 1973 eða í 49 ár, og sá fjórði kaldasti síðan mælingar hófust, fyrir margt löngu. Icelandic Times / Land & Saga brá sér niður á Ægisíðu við Skerjafjörð í dag til að fanga fallegan janúar kuldan sem bítur, og ætlar sér að ef til vill að slá nýtt kulda met. Hver veit.

Allt Ísland snævi þakið á nýársdag, eftir kaldasta desember í 49 ár. Myndin er tekin úr gervitungli Copernicus – tungli evrópusambandsins sem Ísland er aðili að
Við Sörlaskjól, fjallið Keilir á Reykjanesi gægist fram til vinstri
Horft yfir Skerjafjörð að Seltjarnesi frá Ægisíðu. Fjörðurinn hálf frosinn

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

05/01/2022 : A7R IV : FE 1.8/135mm GM