Sóley & Pétur Ben halda tónleika á Kex Hostel 19. Desember

Fyrstu sameiginlegu tónleikar Sóleyjar og Péturs Ben í langan tíma

 

SoleyNæstkomandi laugardagskvöld munu þau Sóley og Pétur Ben blása til tónleika í Gym & Tonic á KEX Hostel.

Sóley Stefánsdóttir steig fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Seabear um miðjan síðasta áratug þar sem hún lék á hljómborð.   Hún var einnig meðlimur í hljómsveitinni Sin Fang og árið 2010 sendi hún frá sér sína fyrstu þröngskífu, Theater Island, og fóru eyru tónlistarunnenda heldur betur að sperrast enda um mjög gott byrjendaverk að ræða.  Sóley hefur síðan gefið út tvær breiðskífur, We Sink árið 2011 og Ask the Deep árið 2015, sem báðar hafa fengið frábærar viðtökur.  Sóley hefur verið iðin við kynningu á nýjustu breiðskífu sinni og hefur hún spilað fjöldann allan af tónleikum útum allan heim við góðar undirtektir.

Petur BenPétur Þór Benediktsson eða Pétur Ben hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi undanfarna tvo áratugi eða svo.  Pétur hefur spilað í hljómsveitum frá unglingsárum og lét fyrst fyrir sér fara sem einyrki rétt fyrir miðjan síðasta áratug.  Pétur hefur sent frá sér tvær sólóskífur, Wine For My Weakness og God‘s Lonely Man sem eru báðar framúrskarandi verk.  Hann vinnur nú að tveimur breiðskífum sem munu líta dagsins ljós áður en um langt líður.  Pétur hefur hlotið verðlaun tónlist sem hann hefur samið fyrir leikhús og kvikmyndir.   Á ferli sínum hefur hann starfað með tónlistarfólki á boð við Nick Cave, Eberg, Ellen Kristjáns, Mugison, Kippi Kanínus, Bubba Morthens, Oyama o.fl..

Tónleikar Sóleyjar og Péturs Ben hefjast klukkan 21:00 og er miðasala í fullum gangi á heimasíðu Kexlands. Miðaverð er 2000 krónur í forsölu og 2500 krónur við dyr.

https://kexland.is/concerts/soley-petur-ben/

Bestu kveðjur / Kind Regards

Benedikt Reynisson
Events / Social Media / Press
Kex Hostel / Kexland / Hverfisgata 12 / DILL / Mikkeller & Friends RVK

https://www.kexhostel.is
https://www.kexland.is
https://www.hverfisgata12.is
https://www.dillrestaurant.is
https://mikkeller.dk/mikkeller-friends-reykjavik/

Phone +354 561 6060
Mob.  + 354 822 2825