Sónar Reykjavík 2016 á KEX Hostel

Tónleikar með Apparat Organ Quartet, asdfhg. ásamt fjölda plötusnúða

17 ApparatHin alþjóðlega tónlistarhátíð Sónar hefst með pompi og prakt næsta fimmtudag í Hörpu.  KEXLAND og Sæmundur í Sparifötunum ætla að taka forskot á sælunni og blása til fríkeypis KEX Hostel miðvikudaginn 17. febrúar klukkan 21:00.  Fram koma Apparat Organ Quartet og asdfhg. og búist verður troðfullu húsi enda ekki oft sem orgelkvartettinn kemur fram og hvað þá á fríum tónleikum.

Apparat Organ Quartet skipa þeir Arnar Geir Ómarsson, Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson og Úlfur Eldjárn.   Þeir hafa sent frá sér tvær framúrskarandi breiðskífur, Apparat Organ Quartet kom út árið 2002 og Pólýfónía kom út árið 2010.  Kvartettinn vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sem áætlað er að komi út á næstu misserum.

Tvíeykið asdfhg. er nýleg sveit skipuð þeim Steinunni Jónsdóttur og Orra Úlfarssyni.  asdfhg. vakti fyrst á sér athygli þegar þau hlutu unnu til verðlauna fyrir framúrskarandi útgáfu á Kraumslistanum 2015. Fyrsta útgáfa þeirra heitir svo mikið sem Steingervingur og má hlýða á hana í heild sinni á Bandcamp-síðu sveitarinnar.

Dagana 18., 19. og 20. febrúar munu plötusnúðar koma fram á Sæmundi í sparifötunum og eru þeir engir aukvissar.

Hér er dagskráin í heild sinni.

17. febrúar kl. 21:00 – Tónleikar
Apparat Organ Quartet og asdfhg.

18. febrúar kl. 18:00 – Plötusnúður
Kosmodod DJ Set (Doddi úr Samaris og Sweaty Records)

19. febrúar kl. 18:00 – Plötusnúður
DJ Silja Glømmi

20. febrúar kl. 18:00 – Plötusnúðar
Már & Nielsen DJ Set (PartyZone)

Tenglar:

https://sonarreykjavik.com

Welcome on KEXLAND


https://www.apparatorganquartet.com/
https://asdfhg.bandcamp.com/

Bestu kveðjur / Kind Regards

Benedikt Reynisson
Events / Social Media / Press
Kex Hostel / Kexland / Hverfisgata 12 / DILL / Mikkeller & Friends RVK

https://www.kexhostel.is

Welcome on KEXLAND


https://www.hverfisgata12.is
https://www.dillrestaurant.is
https://mikkeller.dk/mikkeller-friends-reykjavik/

Phone +354 561 6060
Mob.  + 354 822 2825