Ísland er stór eyja, 103 þúsund km², og ummálið er rétt rúmlega 1.500 km / 940 mi. Sem er örlítið lengra en Hringvegurinn, sem er rúmir 1.400 km / 875 mi, en hann sleppir bæði Melrakkasléttu, Vestfjörðum og Snæfellsnesi. En strandlengjan er löng, hvorki meira né minna en 8.500 km / 5.300 mi, þegar maður þræðir, víkur, flóa og firði landsins. Strendur Íslands eru mjög ólíkar, fjölbreyttar. Suðurströndin frá Þorlákshöfn við Reykjanes, og austur í Höfn í Hornafirði, er mörg hundruð kílómetra löng svört hafnlaus sandströnd, sem er bæði ógnandi og ægifögur. Síðan á Aust- og Vestfjörðum ganga brött fjöll í sjó fram. Sem fyrr á öldum, gerðu samgöngur erfiðar á landi, bátar og skip voru helstu samgöngutækin, milli staða. Hér koma nokkur sýnishorn af standlengju landsins, sem vert að gefa sér tíma til skoða, þegar ferðast er landið.







Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Ísland 10/04/2025 – A7R IV, RX1R II : FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mmZ