Ströndin 

Ísland er stór eyja, 103 þúsund km², og ummálið er rétt rúmlega 1.500 km / 940 mi. Sem er örlítið lengra en Hringvegurinn, sem er rúmir 1.400 km / 875 mi, en hann sleppir bæði Melrakkasléttu, Vestfjörðum og Snæfellsnesi. En strandlengjan er löng, hvorki meira né minna en 8.500 km / 5.300 mi, þegar maður þræðir, víkur, flóa og firði landsins. Strendur Íslands eru mjög ólíkar, fjölbreyttar. Suðurströndin frá Þorlákshöfn við Reykjanes, og austur í Höfn í Hornafirði, er mörg hundruð kílómetra löng svört hafnlaus sandströnd, sem er bæði ógnandi og ægifögur. Síðan á Aust- og Vestfjörðum ganga brött fjöll í sjó fram. Sem fyrr á öldum, gerðu samgöngur erfiðar á landi, bátar og skip voru helstu samgöngutækin, milli staða. Hér koma nokkur sýnishorn af standlengju landsins, sem vert að gefa sér tíma til skoða, þegar ferðast er landið.

Dyrhólaey, syðsti oddi Íslands
Ósvör í Bolungarvík
Hvestu, Arnarfirð
Siglt út Eyjafjörð, rétt sunnan við Hrísey
Leikið sér á Seltjarnarnesi
Botn í Súgandafirði, göngin til Ísafjarðar, Flateyrar í bakgrunni
Fjörugrjót í Berufirði

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Ísland 10/04/2025 – A7R IV, RX1R II : FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mmZ