„Sú saga sem hér er sögð hefst raunar þegar að eyjan okkar reis úr sæ“

Í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu, skammt frá Hellu og minjasafninu á Keldum er Sagnagarður – fræðslu og kynningasetur Landgræðslu ríkisins. Þar er rakin saga landeyðingar og landgræðslu á Íslandi sem er samofin sögu þjóðarinnar: „Sú saga sem hér er sögð hefst raunar þegar að eyjan okkar reis úr sæ“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Safnið er í húsi þar sem Stóðhestastöð ríkisins var áður en húsið var afhent Landgræðslu ríkisins árið 2008. Sagnagarður var formlega opnaður 28. apríl 2011, á níræðisafmæli Þórðar Tómassonar, safnvarðar á Skógum, sem þá var sérstaklega heiðraður. Eyjafjallajokull eruption 2010 seen from SCSI headquarters. Phota Sveinn Runolfsson.Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hannaði sýninguna.
Á safninu er landeyðingu frá landnámi lýst í máli og myndum, ekki hvað síst áhrifum skógeyðingar á vistkerfi landsins: „Þegar skógarnir eyddust þá hvarf skjöldurinn, sem verndaði viðkvæman eldfjallajarðveg okkar og þetta leiddi til gríðarlegs uppblásturs,“ segir Sveinn og heldur áfram: „Í örbirgð þjóðarinnar fyrr á öldum neyddust menn til að hirða allan við, hrís og allt annað sem hægt var að brenna og nýta allan þann gróður til beitar sem mögulegt var til að lifa af.“
SE DSCF4097Seeding after the eruption of Eyjafjallajokull Photo Jonas Erlendsson.Safnið gefur góða mynd af samskiptum lands og þjóðar
„Sýningin  lýsir vel því sem ég kalla landnám hið síðara, þegar upp úr 1900 er byrjað að hefta sandfokið, þann mikla bölvald og endurheimta gróður á auðnunum,“ segir Sveinn. Fyrstu lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands voru samþykkt árið 1907, en Sveinn segir að í upphafi hafi menn barist við sandinn nánast með tveim höndum tómum. Samt tókst að forða nokkrum byggðum frá því að verða sandinum að bráð eins og t.d. Landsveitinni og Rangárvöllum. Síðar hafi vélvæðingin valdið byltingu í afköstum og meðal safngripa er líkan af DC-3 flugvélinni Páli Sveinssyni sem lengi var notuð til landgræðslu.
sagnagardar landgraedsla riksinsSveinn tiltekur sérstaklega melgresi og þátt þess í að binda sandinn. Í kynningarsetrinu er einnig fjallað um hvernig melfræ var áður nýtt til matar. Því er lýst í sofnhúsinu, stolti safnsins, sem er hið eina sinnar tegundar á Íslandi. Veggirnir eru úr hraungrýti en þakið úr rekaviði, klætt melstráum og torfi. Sofnhús voru áður algeng í Skaftafellssýslum og Rangárvallasýslu. Talið er að slík hús séu upprunnin í Noregi og þaðan hafi þekkingin borist til Íslands með landnámsmönnum.

Safnið gefur góða mynd af samskiptum lands og þjóðar. Þar er í hnotskurn rakin 100 ára saga landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa.
-B.R.H.

Callout box: „Sýningin  lýsir vel því sem ég kalla landnám hið síðara, þegar upp úr 1900 er byrjað að hefta sandfokið, þann mikla bölvald og endurheimta gróður á auðnunum,“

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0