Reykjanesbær, er orðinn fjórði stærsti bærinn á Íslandi, með 19.676 íbúa, fer fram úr Akureyri um tæplega 500 íbúa. Fjölgun í Reykjanesbæ er umtalsverð, en íbúum þar hefur fjölgað um 46% á síðastliðnum tólf árum, meðan fjölgunin á Akureyri var 11% á sama tíma, og í höfuðborginni Reykjavík 12%. Það er fyrst og fremst aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli, fjölgun flugfélaga og ferðamanna sem hafa drifið áfram þessa miklu fjölgun í Reykjanesbæ áfram síðan 2008. Reykjanesbær er ekki bara fjórði stærsti bærinn, þar eru líka fjórar hafnir, í Helguvík, Ytri-Njarðvík, og tvær í Keflavík, þar af ein í Grófinni með pláss fyrir 82 smábáta.
Reykjanesbær 26/01/2022 09:15 & 10:08 : A7C : FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson