Suðurlandið heimsótt

Flúðir er eina þorpið í Hrunamannahreppi, en íbúar í öllum hreppnum eru tæplega 900, en hann liggur í uppsveitum Árnessýslu á suðurlandi. Flúðir er mikill ferðamannabær. Þarna er stærsta tjaldsvæði landsins á bökkum Litlu-Laxár, tvær sundlaugar, mörg hótel, og óteljandi gróðurhús. Enda er mikill jarðvarmi á svæðinu. Líklega er engin sveit á landinu sem framleiðir meiri mjólk en í Hrunamannahreppi, enda er þarna einstaklega veðurgott og grösugt. Það eru um 100 km / 60 mi frá Reykjavík, hvort sem maður fer í gegnum Þjóðgarðinn á Þingvöllum eða eftir þjóðvegi 1, um Selfoss. Stutt er frá Flúðum að Gullfossi, Laugarvatni, Þingvöllum, upp í Þjórsárdal.  Flúðir er góður staður til að heimsækja hálendið og Heklu, sem er í aðeins 45 mín fjarlægð frá Flúðum.

Kirkjan á Hruna, byggð 1865, rétt fyrir utan Flúðir

Fallegt og grösugt í Hrunamannahreppi

Hestur nýtur sumarblíðunnar við Hruna

Hjólað eftir ís, í veðurblíðunni á Flúðum

Stærsta tjaldsvæði á Íslandi er á bökkum Litlu-Laxár í miðjum Flúðum

Gamla laugin / Secret Lagoon á Flúðum, elsta laug landsins, byggð í Hverahólma á Flúðum 1891

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Biskupstungur 29/07/2023 : A7R IV, A7C : FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM