Blíða við Leirhnjúk í Mývatnssveit, norðausturlandi

Sumarið tuttugu og tvö

Sumarið í sumar hefur verið óvenju blautt og kalt. Ekta íslenskt sumar. Nú þegar sumrinu er lokið, hefur Veðurstofa Íslands tekið saman tölur um sumarmánuðina þrjár, júní, júlí og ágúst á Íslandi. Mestur hiti á árinu á mannaðri veðurathugunarstöð mældist þann 30. ágúst á Mánárbakka á Tjörnesi, sem liggur milli Skjálfandaflóa og Öxarfjarðar, 25°C / 77F. Mestur hiti í Reykjavík á árinu var þann 20. júní, þegar hitinn náði tæplega 18°C / 64°F. Þetta er kaldasta sumar í höfuðborginni í 21 ár, síðan 2001. Á Akureyri var 30. ágúst einnig hlýjasti dagur ársins, hitin náði þá tæpum 23°C / 73°F. Á landinu öllu, mældist hiti yfir 20°C / 68°F, 27 daga, en í fyrra sumar voru þeir 57, sem er met. Síðan staðlaðar veðurmælingar hófust á Íslandi, hefur hitinn farið sex sinnum í 30°C / 86°F, síðast í ágúst árið 1997 á Hvanneyri. Hæstur hiti sem hefur mælst á Íslandi var á Teigarhorni við Djúpavog á austurlandi, 24. september 1940, þegar hitinn þar náði 36°C / 97°F, en það er ekki viðurkennt, metið sem er staðfest, er á sama stað Teigahorni, þann 22. júní 1939, 30.5°C / 86.9°F.

Horft yfir Berufjörð á Búlandstind, en Teigarhorn, heitasti staður Íslands er við norðan og austanverðan tindinn.

 

Brjálað rok og rigning í Árneshreppi, norður á Ströndum
Tvöfaldur regnbogi í Mýrarsýslu á vesturlandi

Ísland 2022 : A7RIV, A7C, A7R III – FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0