Birgir Jónsson, fyrrum trommari þungarokkssveitarinnar Dimmu og nú forstjóri Play, slær taktinn. Hann útskrifaðist með MBA gráðu frá the University of Westminster og BA gráðu frá the University of Arts in London. Einnig hefur hann víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu, meðal annars sem fyrrum framkvæmdarstjóri Iceland Express, aðstoðarforstjóri WOW Air, auk þess að stýra Össuri hf. í Asíu með aðsetur í Hong Kong.

Trymbiltaktur Play hrífur Íslendinga

Um 4.000 hluthafar Play staðfesta trú landsmanna á flugfélaginu þar sem Birgir Jónsson fyrrum trommari Dimmu slær taktinn

Stöðugur hrynjandi Play….Play…Play hefur ómað um Ísland þetta árið og vakið áhuga Íslendinga.
Flugfélagið Play hóf vegferð sína um loftin blá í júní og er nú með þrjár 192 sæta Airbus 321neo vélar
og eftir áramót er stefnan tekin á flug yfir hafið milli Ameríku og Evrópu um Keflavíkurvöll.

Birgir Jónsson, fyrrum trommari þungarokkssveitarinnar Dimmu og nú forstjóri Play, slær taktinn.
Hann útskrifaðist með MBA gráðu frá the University of Westminster og BA gráðu frá the University of
Arts in London. Einnig hefur hann víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu, meðal annars sem fyrrum
framkvæmdarstjóri Iceland Express, aðstoðarforstjóri WOW Air, auk þess að stýra Össuri hf. í Asíu
með aðsetur í Hong Kong. Þá hefur Birgir á ferilskrá sinni stjórn einnar stærstu prentsmiðju Austur-
Evrópu; Infopress Group og var þá í Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverjalandi. Hann hefur tekið þátt í
endurskipulagningum og umbreytingum fyrirtækja, þar á meðal Íslandspósts.

Fjögur þúsund hluthafar
Það er ekki hægt að segja annað en Íslendingar hafi trú á flugfélaginu. Fjögur þúsund manns lögðu
fram fimm milljarða króna til rekstrar næstu fimm árin. Á íslenskan mælikvarða eru það miklir
peningar og í raun ein farsælasta innkoma á hlutabréfamarkað hér á landi. Eftirspurn var áttfalt
framboð. Tveimur mánuðum eftir að Play kom sér fyrir á Evrópumarkaði sótti flugfélagið um flugleyfi
til Ameríku, en flug vestur um haf gegnir lykilhlutverki í framtíðarááformum félagsins. Play býður upp
á 18 þúsund króna fargjald til Lundúna fram og til baka, 30 þúsund til Köben svo dæmi séu tekin. Á
næsta ári hefst Ameríkuflugið milli Evrópu og Ameríku um Keflavíkurflugvöll.

Gott að byrja með covid í rénum
„Það var hagfellt að hefja flug í sumar þegar Covid var í rénum. Ég hefði ekki viljað vera í fullum
rekstri með Covid í hámarki“, segir Birgir. „Kreppur eru sögulega góður tími til að stofna flugfélag þar
sem minna er um hindranir í lok þeirra. Við fengum Airbus vélarnar á hagstæðu verði; leigugjöld í
lágmarki; flugvelli í leit að kúnnum ásamt hæfu, góðu fólki á lausu. Áform okkar voru skýr þannig að
fjárfestar höfðu trú á okkur og niðurstaða á allan hátt hagfelld. Fjögur þúsund hluthafar endurspegla
trú á Play sem hefur handbært fé næstu fimm árin. Við erum nú með um 150 manns í vinnu en að
fimm árum liðnum gerum við ráð fyrir um 500 manns í vinnu og tíu neo Airbus320 og 321 þotur.“
Birgir sér ekki fyrir sér samkeppni við risa eins og British Airways eða United Airlines. Play fylli
skarð á markaðnum með tengingu milli Bandaríkjanna og Evrópu um Keflavík auk þess auðvitað að
bjóða ferðir til valdra áfangastaða. „Við einblínum ekki á stærð heldur hvernig við getum þjónað fólki
á besta mögulegan hátt; boðið flug á hagstæðu verði í öruggum flugvélum,“ segir hann.

Play’s Birgir sér ekki fyrir sér samkeppni við risa eins og British Airways eða United Airlines. Play fylli skarð á markaðnum með tengingu milli Bandaríkjanna og Evrópu um Keflavík auk þess auðvitað að bjóða ferðir til valdra áfangastaða. „Við einblínum ekki á stærð heldur hvernig við getum þjónað fólki á besta mögulegan hátt; boðið flug á hagstæðu verði í öruggum flugvélum,“ segir hann í viðtali við Land og sögu og Icelandic Times.

Loftleiðir hófu flug yfir Atlantshafið 1948 um Keflavíkurflugvöll og þróðuðu þessa mögnuðu
flugleið á sjötta áratugnum, síðar Flugleiðir nú Icelandair. Á sjötta áratugnum voru Loftleiðir fyrsta
lággjaldaflugfélag heims í óþökk stærri flugfélaga líkt og SAS. Flugið yfir hafið gefur möguleika á
hámarks nýtingu flugflota. Vél fer frá Íslandi snemma morguns og lendir í Evrópu um hádegi. Þá er
flogið til baka og lent á Íslandi um nónbil. Síðdegis er farið í loftið til Bandaríkjanna að íslenskum tíma
og lent undir kvöld og farið á loftið snemma kvöld áleiðis til Íslands og lent í morgunsárið.
Tímamismunur gerir að verkum að flugvélar Play verða í notkun allan sólarhringinn. Atlantshafsflugið
myndar tvo hringi, Ísland Ameríka og Ísland Evrópa, saman hina heilögu tölu átta og þoturnar í
notkun 24 stundir á sólarhring.

 

Kjörorð er öryggi
„Okkar einkunnarorð eru öryggi eða Play safe ásamt stundvísi, einfaldleika, velferð, lágu verði og
öryggi. Við nefnum öryggi tvisvar enda aðalatriðið,“ segir Birgir í samtali við Icelandic Times. Birgir
segir að Play hafi komið á markað á besta tíma. Hann ánægður með viðbrögð fólks fyrstu mánuðina
en Play fór í loftið 24. júní. Flogið er til Lundúna, Parísar, Berlínar og Kaupmannahafnar auk
árstíðabundinna flugferða til Barcelona, Alicante, Kanaríeyja og Tenerife. Í desember hefst flug til
Amsterdam og Salzburg. Á næsta ári hefst Ameríku-flugið ásamt flugi til Gautaborgar, Stavanger og
Þrándheims. -HH

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0