Á þessari öld, bráðum aldarfjórðungi, hefur íslenskt samfélag og samsetning breyst hraðar en 1,126 árin þar á undan. En árið 874 settust hér að fyrsta fjölskyldan, hjónin Hallgerður Fróðadóttir og Ingólfur Arnarson frá Vestur-Noregi ásamt fjölskyldu og írskum (gelískum) þrælum. Í yfir þúsund ár var þjóðin norræn, með smá keltnesku blóði. Fyrir 300 árum vorum við íslendingar 57.717, og ef engin harðindi eins og Móðuharðindi 1783 hefðu herjað á þjóðina, eða að fólk tók að flytja til Vesturheims í stórum stíl vegna harðinda í lok 19. aldar þá værum við íslendingar nú um 1.2 milljónir, samkvæmt útreikningum sagnfræði prófessoranna í Háskóla Íslands, Guðmundar Jónssonar og Helga Skúla Kjartanssonar.
Í dag samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands var að gefa út frá tölum frá Þjóðskrá, erum íbúar Íslands 398,665, og hlutfall erlendra borgara komin í 18.7%. Hæst er hlutfallið í syðsta sveitarfélagi landsins, Mýrdalshreppi en 61,7% íbúanna eru með erlent ríkisfang. Í Reykjavík lang stærsta sveitarfélaginu er næstum fjórði hver einstaklingur erlendur borgari eða 22.3% íbúanna. Í Reyknanesbæ fjórða fjölmennasta sveitarfélaginu er þriðji hver maður með erlent ríkisfang, hlutfallið þar er 33.1% . Lang fámennasta og afskektasta sveitarfél á Íslandi, Árneshreppur norður á Ströndum er með lægsta hlutfall erlendra ríkisborgara, 3,8% eða tvo einstaklinga af þeim 53 íbúum sem búa þarna norður á hjara veraldar.
Fyrir þjóð sem fjölgar svona hratt, eldist hratt, er mikilvægt að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Nú er nýr Landspítali að rísa við Hringbraut, stærsta byggingar framkvæmd íslandssögunnar. Hér eru svipmyndir af framkvæmdunum frá því í dag.