Þóra Einarsdóttir

Hádegistónleikar:
Tríó Reykjavíkur ásamt Þóru Einarsdóttur
Föstudag 13. janúar kl. 12.15 á Kjarvalsstöðum
Þóra Einarsdóttir sópransöngkona verður gestur Tríós Reykjavíkur á þessum fyrstu hádegistónleikum ársins.

Á efnisskránni verða meðal annars tvö verk eftir Edvard Grieg sem bæði eru kennd við vorið; sönglagið Vorið og Til vorsins fyrir píanó. Tzigane (Sígauninn) eftir Ravel verður fluttur af Guðnýju og Richard. Einnig verða bæði sungin og leikin verk eftir Franz List, Duparc og Mozart.

Efnisskrá:
J. Massenet: Meditation frá Thais
E. Grieg: Til vorsins / Vorið
H. Duparc: Chanson triste
F. Liszt: Les Jeux d’Eaux à la Villa d’Este / Oh! quand je dors
M. Ravel: Tsigane
W. A. Mozart: L’amero saro costante

Tríó Reykjavíkur:
Guðný Guðmundsdóttir – fiðla
Gunnar Kvaran – selló
Richard Simm – píanó

Einsöngvari:
Þóra Einardóttir – sópran

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0