Spennandi tímar á Listasafni Reykjavíkur

Það eru spennandi tímar framundan á Listasafni Reykjavíkur, bæði í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum sem fagna 50 ára afmæli þann 24.mars. Þann dag opnar Kviksjá, sýnarröð þar sem sýnd eru listaverk í safneign Listasafns Reykjavíkur. Þarna verður öllu tjaldað til, af völdum íslenskum verkum frá 20. öldinni. Þarna verða til sýnis um tvö hundruð listaverk í báðum sölum húsins. Í Austursalnum eru listaverk frá 1900 til 1973 þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir. Í Vestursalnum verk frá árinu 1973 til tvö þúsund. Síðar á árinu, þann 6. júní verður síðan Kviksjá 21. aldar opnuð í Hafnarhúsi, en Kviksjá erlendar myndlistar í safneign Listasafns Reykjavíkur stendur nú yfir í Hafnarhúsi, til 7. maí. Icelandic Times / Land & Saga brá sér niður á Kjarvalsstaði, og skoðaði og myndaði Austursalinn, sem er að verða tilbúinn fyrir stóra daginn. Sýningastjórar eru Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir. 

Kjarvalsstaðir fagna 50 ára afmæli nú í mars

Kjarvalsverk á Kjarvalsstöðum á sýningunni Kviksjá

Frá sýningunni Kviksjá á Kjarva

Frá sýningunni Kviksjá á Kjarvalsstöðum

Frá sýningunni Kviksjá á Kjarvalsstöðum

Frá sýningunni Kviksjá á Kjarvalsstöðum

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

13/03/2023 : A7C: FE 1.4/24mm GM