Þorskveiðar í miðnætursól

Sólsetur við Reykjavíkurhöfn er nú nokkrum mínútum fyrir miðnætti. Þessi veiðimaður var einmitt að renna fyrir þorsk í soðið í höfninni, í fallegri miðnætursólinni. Þorskur hefur verið okkar verðmætasta útflutningsvara í gegnum aldirnar. Kvótinn af þorski á yfirstandi fiskveiðiári sem lýkur 1 september er 217 þúsund tonn, og nú þegar tveir mánuðir eru eftir er búið að veiða 191 þúsund tonn, eða 88% af heildaraflanum. Meðalverð fyrir þorsk upp úr sjó er 372 ISK/kg eða 3 USD / 2.5 EUR. Meðalþyngd af þorski sem landað var á Íslandi á föstudaginn þegar myndin var tekin var 3.1 kg. Dorgveiðar eru auðvitað ekki hluti af þorskveiðikvótanum.

Reykjavík 02/07/2021 22:18 35mm
Ljósmynd og texti Páll Stefánsson