Þúfubjarg

Austan Lóndranga verður bjarg mikið,og heitir það Svalþúfubjarg (í daglegu tali Þúfubjarg). Er bjarg þetta mjög setið fugli og litlu miður en Stóri-Lóndrangur, sem er fuglaheimur mikill. Þar, sem Þúfubjarg þrýtur vestan, verður nokkur lægð í hraunið vestur að Dröngum. Stóri-Drangur stendur meir fram í sjó, allur úr móbergi með blágrýtiseitlum. Að baki honum og nokkuru ofar er Minni-Drangur, allur af blágrýti og apalgrýti, og þar sezt aldrei fugl. Vik verður inn fyrir austan StóraDrang
og er nefnt Drangsvogur. Þar var lending á fyrri öldum og þó varla hættulaus. Á vergögnum þeim, er verða á hrauninu fyrir ofan voginn, fiskgörðum og öðru, sést með vissu, að þar hefir verið mjög fjölsóttur sjór einhvern tíma á miðöldum. Nafn þeirra, sem þar reru, lifir enn á tungu manna, og voru þeir nefndir Vogsarar.
Blanda 8. bindi 1944-1948 .0101.1944

 

 

Þverhöggvið gnapir Þúfubjarg
þrútið af lamstri veðra;
Ægir greiðir því önnur slög,
ekki er hann mildur héðra;
iðkuð var hér á efstu brún
iþróttin vorra feðra:
Kolbeinn sat hæst á klettasnös
kvaðst á við hann úr neðra.

Jón Helgason.

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0