Hvanneyri í landnámi Skallagríms

Í Borgarbyggð með sína 4090 íbúa eru starfræktir hvorki fleiri né færri en tveir háskólar, annar á Bifröst og hinn á Hvanneyri. Sveitarfélagið sem er það stærsta á vesturlandi geymir margar perlur, ein af þeim er þorpið Hvanneyri við sunnanverðan Borgarfjörð. Þar eru höfuðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands, Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið, handverksverslun þar sem handunnin íslensk ull er í forgrunni. Hvanneyrartorfan, með fyrstu skólahúsunum á staðnum, fjósið sem hýsir safnið, íþróttahús, skemmuna og kirkjuna sem var vígð árið 1905, og er í eigu Háskólans er einstök. Hvanneyrartorfan er friðuð vegna sérstöðu sinnar, þar sem hús fyrstu íslensku húsameistarana eru samankomin á einum og sama blettinum. Jörðin Hvanneyri er í landnámi Skallagríms Kveldúlfssonar, föður eins frægasta sonar Íslands, Egils Skallagrímssonar. En Skallagrímur gaf Grími hinum háleyska Þórissyni land fyrir sunnan Borgarfjörð og var hann fyrsti ábúandinn að jörðinni Hvanneyri.

Dráttarvél á Landbúnaðarsafni Íslands

Dráttarvél frá 1930 á Landbúnaðarsafni Íslands

Hvanneyrartorfan

Hvanneyrartorfan

Hvanneyrarkirkja og fjósið á bakvið

Kirkjan og fjósið

Frá sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands

Mjólkurvinnsla fyrir hundrað árum, á Landbúnaðarsafni Íslands

Farmall Cub dráttarvél

Farmall Cub, en þessi dráttarvél var til á hverjum einasta sveitabæ á Íslandi frá því um miðja síðustu öld, og fram yfir 1960

Heyskapur á Hvanneyri

Heyskapur um hásumar á Hvanneyri

Lopapeysur

Ullarselið

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Borgarfjörður 24/07/2023 : RX1R II, A7C, A7R IV : 2.0/35mm Z, FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM