Hvanneyri í landnámi Skallagríms
Í Borgarbyggð með sína 4090 íbúa eru starfræktir hvorki fleiri né færri en tveir háskólar, annar á Bifröst og hinn á Hvanneyri. Sveitarfélagið sem er það stærsta á vesturlandi geymir margar perlur, ein af þeim er þorpið Hvanneyri við sunnanverðan Borgarfjörð. Þar eru höfuðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands, Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið, handverksverslun þar sem handunnin íslensk ull er í forgrunni. Hvanneyrartorfan, með fyrstu skólahúsunum á staðnum, fjósið sem hýsir safnið, íþróttahús, skemmuna og kirkjuna sem var vígð árið 1905, og er í eigu Háskólans er einstök. Hvanneyrartorfan er friðuð vegna sérstöðu sinnar, þar sem hús fyrstu íslensku húsameistarana eru samankomin á einum og sama blettinum. Jörðin Hvanneyri er í landnámi Skallagríms Kveldúlfssonar, föður eins frægasta sonar Íslands, Egils Skallagrímssonar. En Skallagrímur gaf Grími hinum háleyska Þórissyni land fyrir sunnan Borgarfjörð og var hann fyrsti ábúandinn að jörðinni Hvanneyri.

Dráttarvél frá 1930 á Landbúnaðarsafni Íslands

Hvanneyrartorfan

Kirkjan og fjósið

Mjólkurvinnsla fyrir hundrað árum, á Landbúnaðarsafni Íslands

Farmall Cub, en þessi dráttarvél var til á hverjum einasta sveitabæ á Íslandi frá því um miðja síðustu öld, og fram yfir 1960

Heyskapur um hásumar á Hvanneyri

Ullarselið
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Borgarfjörður 24/07/2023 : RX1R II, A7C, A7R IV : 2.0/35mm Z, FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM