Flatey á Breiðafirði

Tíu myndir frá Breiðafirði

Næst stærsti fjörður landsins, eftir Faxaflóa er Breiðafjörður, 50 km breiður fjörður milli Snæfellsnes og Barðastrandar á Vestfjörður. Fjörðurinn er meira en tvöfallt lengri en breidd hans er, 125 km langur. Það sem er merkilegt að nokkrir bæir og þorp liggja við hann sunnanveðan, og austur í Hvammsfirði, Búðardalur. Þar sem strandlengan er lengst eftir allri Barðaströndinni, við norðanverðan fjörðin, er engin bær eða þorp. Fjörðurinn er grunnur, með svo mörgum eyjum, að þær eru óteljandi. Það er í dag einungis búið í Flatey, stærstu eyjunni, í miðjum firðinum. Lífríki Breiðafjarðar er óvenju fjölskrúðugt. Ekki bara að 80% hafarnastofnsins heldur sig við fjörðinn, heldur er þetta uppeldissvæði fyrir þorsk, rækju, hörpuskel og hrognkelsi. Í og við fjörðinn er mikið aðar- og lundavarp, auk þess sem toppskarfur verpir einungis við Breiðafjörð, og 90% dílaskarfa. Hér koma tíu myndir frá fallegri náttúru Breiðafjarðar.

Brokey hæst eyjanna í Breiðafirði, í minni Hvammsfjarðar
Djúpifjörður og Breiðafjörður
Í Gufufirði við norðanverðan Breiðafjörð
Frá Vatnsfirði, Barðaströnd
Horft vestur eftir norðanverðu Snæfellsnesi frá Skógarströnd
Regnbogi Skógarströnd
Skardströnd
Snæfellsjökull frá Barðaströnd, yfir Breiðafjörðinn
Horft yfir Breiðafjörð, frá Skarðsströnd, að Reykhólum

Breiðafjörður 09/01/2025 : A7R III – FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM, FE 2.8/90mm G –Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson