Næst stærsti fjörður landsins, eftir Faxaflóa er Breiðafjörður, 50 km breiður fjörður milli Snæfellsnes og Barðastrandar á Vestfjörður. Fjörðurinn er meira en tvöfallt lengri en breidd hans er, 125 km langur. Það sem er merkilegt að nokkrir bæir og þorp liggja við hann sunnanveðan, og austur í Hvammsfirði, Búðardalur. Þar sem strandlengan er lengst eftir allri Barðaströndinni, við norðanverðan fjörðin, er engin bær eða þorp. Fjörðurinn er grunnur, með svo mörgum eyjum, að þær eru óteljandi. Það er í dag einungis búið í Flatey, stærstu eyjunni, í miðjum firðinum. Lífríki Breiðafjarðar er óvenju fjölskrúðugt. Ekki bara að 80% hafarnastofnsins heldur sig við fjörðinn, heldur er þetta uppeldissvæði fyrir þorsk, rækju, hörpuskel og hrognkelsi. Í og við fjörðinn er mikið aðar- og lundavarp, auk þess sem toppskarfur verpir einungis við Breiðafjörð, og 90% dílaskarfa. Hér koma tíu myndir frá fallegri náttúru Breiðafjarðar.









Breiðafjörður 09/01/2025 : A7R III – FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM, FE 2.8/90mm G –Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson