Mælitæki Veðurstofu Íslands fyrir utan höfuðstöðvarnar á Bústaðavegi í Reykjavík.

Tölum um veðrið

Það eru fáar þjóðir eins uppteknar af veðrinu. Og þá er gott að vita að meðalhitinn í Reykjavík í nóvember er 1,2°C, og meðalúrkoman á sama tíma í höfuðborginni eru 72mm. Veðurstofa Íslands er opinber stofnun og heyrir undir umhverfisráðherra. Helstu viðfangsefni Veðurstofu Íslands, sem tók til starfa árið 1920, eru eðlisþættir jarðarinnar; Loft, vatn, snjór, hafið, jörðin og jöklarnir. Unnið er að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að veðri, jarðskjálftum, eldvirkni, hniki á yfirborði jarðar, jöklabúskap, hlaupi og flóðum. Hlutverk Veðurstofunnar er að afla, varðveita, síðan úrvinnsla og miðlun upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Heimasíða stofnunarinnar er einn vinsælasti vefur landsins; vedur.is. Vefurinn er bæði á íslensku og ensku.

Reykjavík 08/11/2021 15:49 – A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson