Það er athyglisvert að skoða samsetingu erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim. Ferðamálastofa / Icelandic Tourist Board tekur saman tölur, upplýsingar um ferðamenn sem heimsækja okkur. Síðasta sumar voru Bandaríkjamenn lang stærstir, en þriðjungur ferðamanna kom þaðan, og dvaldi að meðaltali 7,1 nótt, semsagt viku. Þjóðverjar voru í öðru sæti, 9,6% ferðamanna, en dvöldu lengst allra þjóða, eða að meðaltali 11,3 nætur, tæpan hálfan mánuð. Frakkar voru í þriðja sæti, 6,3% ferðamanna og dvöldu hér að meðaltali tíu og hálfa nótt. Flestir ferðamenn sóttu höfuðborgina heim, langt yfir 90%. Suðurland heimsóttu 85% ferðafólks, engin annar landshluti nær fimmtíu prósentunum. Mjög fáir heimsóttu Vestfirði, þvímiður. Svisslendingar eyddu mest, og einungis fjórðungur ferðamanna gistir á hótelum. Tjöld, sumarhús, heimagisting, skemmtiferðaskip og svefnbílar virðast vera ansi stórir svefnstaðir fyrir erlenda ferðamenn, enda hótelnýting um og yfir 90% í öllum landshlutum.
23/03/2023 : A7R IV, A7R III : FE 1.8/14mm GM, FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir og texti Páll Stefánsson