Tómas við Tjörnina

Í ár fagnar Reykjavík bókmenntaborg UNESCO tíu ára afmæli. Það var þegar Ísland var heiðursgestur bókamessunnar í Frankfurt árið 2011, sem tilkynnt var um þennan eftirsótta titil til Reykjavíkur, þá fimmta borgin í heiminum að verða þessa heiðurs aðnjótandi. Árinu áður settist borgarskáldið Tómas Guðmundsson (1901-1983) á bekk við Reykjavíkurtjörn og situr þar enn, gestum og gangandi til ómældrar ánægju. Skammt frá styttunni, í Ráðhúsi Reykjavíkur eru erindi úr tveimur ljóðum Tómasar, Júnímorgun og Við Vatnsmýrina skráð á glugga við eystri og vestri inngang Ráðhússins. Fyrir daga Tómasar höfðu fá ljóðskáld gert Reykjavík að yrkisefni, þar var hann brautriðjandi, og því oft kallaður borgarskáld Reykjavíkur.

Tómas Guðmundsson skáld á bekk við Tjörnina, verk eftir Höllu Gunnarsdóttur myndhöggvara frá árinu 2010

.

Reykjavík  11/10/2021 07:42 – A7R IV : FE 2.8/100 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson