Stærsta hvalasafn í Evrópu er út á Granda, við vestanverða Reykjavíkurhöfn. Þar eru sýnd líkön í raunstærð af þeim 23 hvölum sem heimsækja, eða eiga heima í hafinu umhverfis Ísland. Haf sem sem bæði gjöfult af fiski, og ekki síður hvölum. Sýninging Whales of Iceland, er bæði fróðleg, þar sem gestir getað hlustað á frásagnir, upplýsingar á sautján tungumálum, hún er líka sjónræn. Að sjá búrhval eða mjald í raunstærð er magnað. Enda eru þessar skepnur, hvalirnir stærstu lífverur sem hafa búið á jörðinni frá upphafi, og allt í einu svo sprell lifandi á þessu safni sem opnaði fyrir tíu árum síðan. Sýning sem allir hafa gaman að, því í einfaldleika sínum, er það stærðin á þessum skepnum sem fær mann til að tapa andanum, hvort sem maður er 92 ára eða 2 ára, eins og samferðamenn mínir í dag.
Ísland 03/03/2024 : RX1RII, A7RIV: 2.0/35mm Z, FE 1.8.14mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson