Frá sýningunni Whales of Iceland

Tuttugu og þrír hvalir

Stærsta hvalasafn í Evrópu er út á Granda, við vestanverða Reykjavíkurhöfn. Þar eru sýnd líkön í raunstærð af þeim 23 hvölum sem heimsækja, eða eiga heima í hafinu umhverfis Ísland. Haf sem sem bæði gjöfult af fiski, og ekki síður hvölum. Sýninging Whales of Iceland, er bæði fróðleg, þar sem gestir getað hlustað á frásagnir, upplýsingar á sautján tungumálum, hún er líka sjónræn. Að sjá búrhval eða mjald í raunstærð er magnað. Enda eru þessar skepnur, hvalirnir stærstu lífverur sem hafa búið á jörðinni frá upphafi, og allt í einu svo sprell lifandi á þessu safni sem opnaði fyrir tíu árum síðan. Sýning sem allir hafa gaman að, því í einfaldleika sínum, er það stærðin á þessum skepnum sem fær mann til að tapa andanum, hvort sem maður er 92 ára eða 2 ára, eins og samferðamenn mínir í dag. 

Frá sýningunni Whales of Iceland
Frá sýningunni Whales of Iceland
Frá sýningunni Whales of Iceland
Frá sýningunni Whales of Iceland
Frá sýningunni Whales of Iceland
Frá sýningunni Whales of Iceland

Ísland 03/03/2024 : RX1RII, A7RIV: 2.0/35mm Z, FE 1.8.14mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0