Árbæjarsafn
Sunnudagur 27. ágúst kl. 13:00-16:00
Ull í fat og mjólk í mat er yfirskrift sunnudagsins 27. ágúst en þann dag veitir starfsfólk Árbæjarsafns gestum innsýn inn í heim gamalla vinnubragða og gestir fá tækifæri til að aðstoða heimilisfólkið í gamla Árbænum við störf sín. Í eldhúsinu mun húsfreyjan gera upp skyr og strokka smjör. Á baðstofuloftinu mun vinnukonan þeyta rokkinn og teygja lopann á meðan vinnumaðurinn spinnur úr hrosshári og fléttar í reipi og bregður í gjarðir. Og ekki má gleyma lummubakstri í Hábæ. Í hugum margra hafa gömlu sveitastörfin yfir sér rómantískan blæ en til að fæða og klæða fólk þurfti mörg handtök.
Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.
Allir velkomnir!
///
Árbær Open Air Museum
Sunday August 27 13:00-16:00
A busy day at the farm
On Sunday August 27 the attention will be focused on the rural society of days gone by. In the minds of many, the old rural chores have a romantic feeling, but to feed and clothe people, was however never an easy task. Our Museum staff will provide guests with an insight into this lost world and guests will have an opportunity to assist in the household of the farm Árbær. In the past it was essential for every woman to know how to produce different kind of food using cow’s milk and use wool to make clothes. In the kitchen skyr – Icelandic traditional yoghurt – will be made as well as butter.
Light refreshments will be available as usual at Museum´s Café.
Everyone is welcome!