Um ljósmyndun

Ísland býður upp á endalausa möguleika fyrir náttúruljósmyndara. Það er árstíminn, birtan sem breytir staðháttum, gerir gæfumuninn hvort myndin sé góð eða bara venjuleg. Það er líka gott fyrir ljósmyndara að líta til baka, sjá hvaða linsa er best fyrir ákveðin stað, eða augnablik. Eftir að hafa starfað sem ljósmyndari í 40 ár, sé ég að þær brennivíddir, linsur sem ég nota mest, fækkar og fækkar með árunum. Í landslagsljósmyndun nota ég nú nær eingöngu 35mm, 85/100mm en þó allra mest 50mm standard linsu. Hún skilar landslaginu eins og það er, engin stælar. Auk þess eru 50mm linsur einfaldari í smíði fyrir linsu framleiðendur, og bjartari, með stærra ljósopi en nær allar aðrar brennivíddir. Síðan, þegar maður er orðin leiður að mynda fjall eða hól, er 50mm linsan frábær linsa til að taka portrett.

Suðurstöndin með 85mm linsu

Fjallið Skrauti í Vonarskarði með 50mm linsu

Sveinstindur við Langasjó og Eldhraun í forgrunni með 50mm linsu

Ísland : A7R III, A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson