Umhverfisvæn, endingargóð og tæknilega fullkomin
Línudans hefur hannað möstur til flutnings á rafmagni sem vonandi eiga eftir að útrýma stálgrinda-ljótunni úr náttúru landsins fyrir fullt og all
Línudans er ungt rannsóknafyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningskerfum fyrir rafmagn. Fyrirtækið vara stofnað af Háskólanum í Reykjavík, ásamt nokkrum ráðgjafafyrirtækjum í Reykjavík og Nýsköpunarsjóði. Markmið fyrirtækisins er að finna umhverfisvænar lausnir á því sívaxandi verkefni að flytja raforku.
Linudans_Cover03Við byrjuðum 2008 að færa okkur inn á þetta svið, það er að segja flutningskerfin, til að skoða nýja lausnir á burðarvirkjum fyrir háspennumöstur,“ segja þeir Magnús Rannver Rafnsson byggingaverkfræðingur og framkvæmdastjóri Línudans, ásamt því að kenna við Háskólann í Þrándheimi og Eyþór Rafn Þórhallsson byggingaverkfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík. „Við byggjum á alveg nýrri hönnunarhugsun, nýjum efnum og nýrri aðferð, frá A-Ö. Við höfum allt aðra sýn en áður hefur þekkst á það hvernig flutningskerfi eiga að vera. Þau þurfa að vera umhverfisvæn, það þarf að uppfæra þau tæknilega og hagkvæmt. Þau flutningskerfi sem við erum núna með byggja á 80 ára gamalli tæknilausn.“
Þeir Magnús og Eyþór segja heiti fyrirtækisins, Línudans, koma til vegna þess að það sé að fást við háspennulínur og bæta við: „Svo er stofnun nýsköpunarfyrirtækis hálfgerður línudans. Þetta er langt og strangt ferli. Það hverfa mörg slík fyrirtæki á braut – en við ætlum að hanga á línunni.“

P1100476
Þriðja leiðin
Fyrsti styrkurinn sem Línudans hlaut var frá Átaki til nýsköpunar hjá Nýsköpunarmiðstö. „Þar er fyrsta skrefið stigið segja Magnús og Eyþór. „Í kjölfarið á því verkefni, fáum við styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Þeir hafa sýnt þssu mikinn skilning. Við byrjum 2008 og það er að sýna sig betur og betur að við vorum töluvert á undan, miðað við íslenska samtíð vegna þess að umræðan um háspennukerfin er orðin mjög áberandi upp á síðkastið. Sú umræða helgast af andstæðum, annars vegar að setja allt í jörð eða flytja rafmagn með loftlínum. Hvað rafmagnið sjálft varðar,  sé ekkert annað í stöðunni. En við erum að benda á þriðju leiðina. Í því felst að sameina þrjá meginþætti,  a) að þróa umhverfisvæn möstur, b) þau þurfa að vera tæknilega fullkomin og c) þau þurfa að sinna sínu hlutverki, halda uppi háspennulínum. Tæknin er allt frá efnisvali að framleiðslu, geymslu og flutningi, það er að segja yfir samsetningu, reisningu og viðhald.
Hvað útlitið varðar, þá er það nú einu sinni svo að fegurðin skiptir máli. Það er líka minni mengun frá þeirri lausn sem við erum að bjóða upp á.  Í dag er allt reiknað út frá CO2 fótsporum mannvirkja og við erum með lægra CO2 fótspor en venjuleg möstur. En umhverfisflöturinn er margþættur. Möstrin okkar eru falleg, þannig að sjónmengunin sem slík er fjarlægð. Síðan er vissuelga minni mælanleg mengun fólgin í framleiðslu og flutningi á þessum möstrum. Þau eru helmingi léttari en hefðbundin stálmöstur. Þau eru tákn um nútímaverkfræði en ekki 19. aldar verkfræði. Við þurfum ekki annað en að horfa til Danmerkur á vindmyllurnar til að skilja það. Auk þessa er hægt að aðlaga þau  að umhverfinu. Það er hægt að velja hvaða lit sem er án aukakostnaðar sem talið getur. Slíkt er ekki hægt á hefðbundnum möstrum. Þau eru bara grá þangað til þau fara að ryðga og þá verða þau appelsínugul eins og á Hellisheiðinni núna.“

IMG_8506_GreenAllir vilja meiri fegurð
Magnús og Eyþór segja Línudans ætla sér að að koma af stað framleiðslu á Íslandi, „og þar erum við að tala um áttatíu störf þegar framleiðslan er komin í fullan gang, sem væri eftir 7-8 ár ef við byrjuðum í dag. Það er á við hálft álver. En við erum ekki bara að tala um markaðssvæðið Ísland, því  framtíðarmarkaðurinn er stærstur erlendis. Íslenskt hugvit sem hægt er að flytja út. Það er alls staðar verið að kvarta undan ljótum,ryðguðum og úr sér gengnum möstrum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum að ekki sé talað um Kína. Vandamál alls staðar. Allir vilja meiri fegurð.
Þegar arkitektar eru fengnir til að hanna möstur, einblína þeir oft á hönnunarþáttinn, en ekki hagkvæmnina. Það vantar að taka mið af umhverfinu  í hönnun þessara mastra. Hvert mastur þarf að falla inn í umhverfið, eða brjóta það upp, og öll heildarlínan þarf að vera ein heild. Í okkar möstrum er hægt að leika sér með litina, trappa þau niður í litum, fella þau inn í landslagið – eða skreyta það. Síðan þarf að vera sveigjanleiki i hönnun mastursins.“

Hagkvæmur kostur á alla lund
Hvað hagkvæmni varðar segja Magnús og Eyþór að henni sé hægt að ná ef upplagið er rétt. „Ef við tökum tillit til möguleikanna sem þetta mastur býður upp á, þá er ekki hægt að bjóða upp á þá með hefðbundnum stálmöstrum það yrði einfaldlega of dýrt. Ef við tökum litina sem dæmi, þá er gríðarlega dýrt að setja hefðbundin stálmöstur í umhverfisvæna liti. Annar þáttur er ending. Þessi  möstur endast miklu lengur en stálmöstur. Það eru framleiðendur sem halda því fram að þessi möstur endist í 120 ár, en við viljum kannski ekki vera svo grófir. Hins vegar endast stálgrindarmöstur í um fjörutíu ár. Ef við tökum Hellisheiðina, sem dæmi, þá er þau möstur ný en þegar farin að ryðga út af brennusteinsmenguninni.
Enn eitt atriði er flutningurinn. Það er hægt að flytja og setja saman Línudansmöstur á mun hagkvæmari hátt en stálmöstur, því það er hægt að flytja þau compact. Ef þú ætlar að setja þau saman á staðnum, þá ertu með miklu færri einingar vegna þess að hluti af okkar konsepti er að fækka aðgerðum á staðnum… það skiptir miklu máli því uppsetning á möstrum getur verið háð veðri og aðstæðum uppi á fjöllum – en við erum að miða okkur við 220 volta straum og þar yfir.

Mynd_02_(3081)c_blatt2Óplægður akur
Í flutningsmöstrin notar Línudans trefjastyrkt plast sem opnar alveg nýja heima varðandi form og burðarþolshönnun, útlit liti og fagurfræði – þar sem akurinn er algerlega óplægður. „Þess vegna erum við að leggja áherslu á aðferð, ekki eina týpu, segja þeir Magnús og Eyþór. „Við getum framleitt hvaða form sem er. Það þarf þá bara að þróa það í samvinnu við kúnnan vegna þess að það þarf að steypa mót fyrir það form sem nota á. Við viljum hins vegar hafa grunntýpur vegna þess að við höfum verið  að reikna dæmið fram og til baka til að reyna að finna hinn gullna meðalveg þar sem þessir þrír þættir eru sameinaðir, að umvherfisþættir séu í lagi, tæknin sé í lagi og þetta sé hægt að gera á hagkvæman hátt. Það sé jafnævægi á milli umvherfisþátta og fólksins sem á að búa á svæðinu.“
Við erum að tala um  umhverfisvæn raforkuflutningskerfi sem einnig eru hagvæm, eitthvað sem við getum framleitt á samkeppnishæfu verði með þeirri tækni sem við erum að þróa.“
Masgnús og Eyþór segja trefjaplast vera efni framtíðarinnar „Nýja Dreamliner Boeing þotan er að mestu úr trefjaplasti sem og nýja Airbus þotan, bátar hafa verið framleiddir úr því í fjörutiu ár og hlutur þessa efnis er sífellt að aukast í flugvéla- og bílaiðnaði. Það er framtíðin í flugvélahönnun og menn eru nú þegar komnir með hugmyndir um að byggja stór skip úr trefjaplasti. Ef menn þora að fljúga í stórum trefjaplastsþotum á milli landa, ættu þeir að þora að nota efnið í raforkuflutningskerfi. Það er enginn að tala um að hætta að nota stál og steypu, heldur er hagkvæmara á mörgum sviðum að nota trefjaplast. Það er létt efni og endingargott.“
Hagkvæmni framleiðslunnar byggist ekki síst á framleiðsluhraðanum. Fyrst þarf að búa til mót fyrir það form sem valið er og mótin eru tímafrekasti og dýrasti liðurinn í framleiðslunni. „Það þarf um tíu mót fyrir hvert mastur,“ segja Manús og Eyþór, „og þá tekur ekki nema tvo til þrjá tíma að búa til möstrin. Mótin er síðan hægt að nota aftur og aftur til að framleiða þúsund möstur. Þetta myndi auðvitað ekki borga sig ef við ætluðum að búa til tvö möstur úr einhverju móti. Mótin eru dýr en kostnaðurinn skilar sér þegar farið er að framleiða möstrin. Við getum tekið sem dæmi, að ef á að reisa möstur fyrir hundrað kílómetra langa línu, þá getur verið um að ræða þrjú til fjögurhundruð möstur, allt eftir því hversu langt bil er á milli þeirra og um hvaða spennustig er að ræða.“
Spennandi fjárfestingartækifæri
Um þessar mundir eru forsvarsmenn í viðræðum við fjárfesta vegna fyrirhugaðrar framleiðslu. „Markaðurinn er gríðarlega stór og raforkukerfin, hvort sem eru austan hafs eða vesta eru komin á tíma. Það þarf að fara út í gríðarlega endurnýjun á þeim. Við hjá Línudansi þurfum ekki nema eitt prósent af Evrópumarkaði og 0.2-3 prósent af heimsmarkaði til að þrífast ákaflega vel sem fyrirtæki með milljarðaveltu. Það á nú þegar alveg eftir að rafmagnsvæðia hálfan heiminn og síðan er verið að rafvæða bíla. Það verður gífurlega mikil þörf fyrir rafmagn á næstu áratugum. Það er mikið að gerast í þessum geira.
Eitt mastur kostar á við nokkra bíla í mörgum tilvikum, allt frá fáum milljónum upp í margar milljónir. Þetta eru há mannvirki, allt upp í 30 til 40 metrar hæð. Tilhneigingin er til hærri mannvirkja vegna þess að orkuflutningur á hærri spennu er hagkvæmari en á lægri spennu. Hér stendur til að leggja nýja hálendislínu sem verður örugglega 400 kílóvolta. Það þarf gríðarleg mannvirki undir þetta.
Sem fjárfestingatækifæri er þetta spennandi vegna þess að eftirspurnin er fyrirsjáanleg. Það eru engir aðrir en við að gera þetta og markaðurinn er stór. Til lengri tíma litið getur þetta skilað gríðarlegum tekjum. Við erum búin að gera viðskipta-áætlunum til margra ára. Tölurnar eru afar stórar vegna þess að þetta er dýr vara og það er orðið mjög verðmætt að vera með þekkingu á þessu sviði.“
Sóknarfæri undir háværum kröfum
Línudans hefur verið í samstarf við Háskólann í Stuttgart sem hefur innan sinna raða helstu sérfræðinga heims í trefjaplasti, þróun og hönnun efnisins sem slíks – og notkunmöguleikum. Auk þess að vera í samvinnu við fleiri háskóla og ráðgjafa erlendis, hefur Háskólinn í Þrándheimi stutt mikið við verkefnið. „Síðan höfum við gríðarlega sterkt bakland hér heima,“ segja Magnús og Eyþór. Við erum í samstarfi við Verkfræðistofuna Verkís, Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar  sem hefur helstu sérfræðinga okkar í háspennu, THG Arkitekta og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessri ráðgjafar eru bakland okkar þegar vinna á svona stór verkefni.
Þetta er áhugavert fjárfetingatækifæri frá mörgum hliðum. Varan er tiltölulega einföld í framleiðslu, dálítið eins og að framleiða forsteyptar einingar, bara trefjar í staðinn fyrir steypu. Auk þess er þrýstingurinn á að eitthvað sé gert til staðar um alla Evrópu og Bandaríkin. Bændur eru ekki að þola að stórir flákar af ræktarlandi þeirra séu teknir undir plássfrek möstur sem ekki er einu sinni hægt að keyra undir og almenningur er ekki lengur til í að sætta sig á að horfa á klunnaleg, ryðguð stálmöstur í fallegu landslagi. Það er alls staðar í deiglunni að finna nýjar lausnir á þessum möstrum. Á meðan aðrir eru ekki að gera neitt nýtt á þessu sviði, er sóknarfæri fyrir okkur.
Við erum í viðræðum við Landsnet. Þeir vilja tala við okkur og sjá hvað við erum að gera. Þar á bæ eru menn jákvæðir en það tekur tíma fyrir nýjar raddir á þessu sviði að ná eyrum þeirra sem taka ákvarðanir.
Í dag eru fjárfestar að koma að fyrirtækinu og enn fleiri sem hafa sýnt áhuga. Við erum að færast úr rannsóknarfasa yfir í framleiðslufasann. Niðurstöður eru góðar og við erum á áætlun.“

www.linudans.org