Melrakkaslétta er einstök. Þótt þarna sé nú hverfandi mannlíf, er náttúrufegurðin kyrrðin þarna eitthvað sem ekki þekkist í lýðveldinu. Melrakkaslétta, er nyrsti hluti Íslands, og eins langt frá höfuðborginni eins og hægt er, hinum megin á landinu. Á Melrakkasléttunni er tvö þorp, Kópasker og Raufarhöfn, og fáeinir sveitabæir sem kyssa hafið. Fallegastur Grjótnes, þar sem fimmtíu manns bjuggu fyrir hundrað árum. Nú í eyði. Skammt suður af Melrakkasléttu eru tveir fjölfarnir ferðamannastaðir Ásbyrgi og Dettifoss. Næst þegar þú átt leið þar um, taktu nokkra klukkutíma að taka hring um Melrakkasléttuna, og kyssa heimskautsbauginn í leiðinni, sem liggur á Hraunhafnartanga, nyrsta odda Íslands.






Ísland 01/32/2024 : RX1RII, A7RIII : 2.0/35mm Z, FE 1.4/50mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson