Þúfubjörg og Lóndrangar

Undir jökli, Snæfellsjökli

Það eru nú þrjátíu ár síðan byggðirnar, fimm bæir og þorp, vestast á Snæfellsnesi sameinuðust í Snæfellsbæ. Sveitarfélag sem í dag telur tæplega 1700 íbúa, og fengu á síðasta ári rétt um níuhundruð þúsund ferðamenn í heimsókn í sveitarfélagið, bæði erlenda og heimamenn, íslendinga. Enda eru margar einstakar náttúruperlur í sveitarfélaginu, og heill þjóðgarður, Snæfellsjökullsþjóðgarður, stofnaður árið 2001. Ferðaþjónusta og útgerð eru þær atvinnugreinar sem allt snýst um í Snæfellsbæ, þar sem tvö þorp eru sunnan undir Snæfellsjökli, við Faxaflóa, Hellnar og Arnarstapi. Á norðanverðu nesinu við Breiðafjörð eru þrír bæir, Ólafsvík, fjölmennasti byggðarkjarninn í Snæfellsbæ, og síðan Rif og Hellissandur. Sérstök hátíðardagskrá er í sveitarfélaginu, sem nær hámarki 17. júní þegar 30 ára afmælis er fagnað, með vígslu á stórri veggmynd í Ólafsvík eftir einn af stærstu listamönnum þjóðarinnar, Erró, en hann var fæddur í bænum árið 1932. 

Öndverðarnes
Snæfellsjökull í allri sinni dýrð
Dritvík
Höfnin á Rifi
Staðarstaður í Staðarsveit
Ströndin milli Arnarstapa og Hellna

Snæfellsbær 12/06/2024 : A7C R / FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0